STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Um er að ræða bjarta 152,2 fm 5 herbergja íbúð og 6. og 7. hæð í snyrtilegu lyftuhúsi með miklu óhindruðu útsýni ásamt bílskúr. Íbúðin nær yfir alla hæðina og því suðursvalir og norðursvalir.
Stutt er í alla almenna þjónustu s.s. leik- og grunnskóla, líkamsrækt og sund, bókasafn, Hólagarður er í stuttu göngufæri þar er m.a Bónus og fleiri verslanir og stutt í Mjóddina. Stutt í skemmtilegar gönguleiðir með fram Elliðaárnum.
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: eggert@stofnfasteignasala.isForstofa er með flísum á gólfi og upphengi.
Hol er með parketi á gólfi og skápum.
Stofa er með parketi á gólfi og þaðan er útgengt á suðursvalir.
Eldhús er með flísum á gólfi, hvítri viðarinnréttingu og flísar á milli efri og neðri skápa.
Aðalsvefnherbergi er á neðri hæð og er með parketi á gólfi ásamt fataherbergi.
Svefnherbergin eru þrjú á efri hæð og þar er parket á gólfi og tvö herbergi með skápum. Úr öðru herberginu er útgengt á stórar norðursvalir sem eru í sameign með öðrum íbúðum á hæðinni. Þriðja herbergið getur verið nýtt sem opið alrými en líka sem herbergi því þar er stór rennihurð. Þar er líka útgengt á aðrar suðursvalir.
Baðherbergin eru tvö og eru eitt á hvorri hæð, flísar á gólfi og hluta veggja, wc, vaskur ásamt lítilli innréttingu. Flísar í hólf og gólf, upphengt wc, handklæðaofn, skápar undir vask, sturtuklefi og skápar.
Þvottahús er inn af eldhúsi og þar er steinn á gólfi og hillur.
Geymsla er í sameign á jarðhæð.
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign á jarðhæð.
Bílskúr er með stein á gólfi.