Fasteignaleitin
Skráð 27. júlí 2025
Deila eign
Deila

Háaleitisbraut 103

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-108
159.3 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
96.500.000 kr.
Fermetraverð
605.775 kr./m2
Fasteignamat
82.850.000 kr.
Brunabótamat
67.440.000 kr.
Mynd af Baldína Hilda Ólafsdóttir
Baldína Hilda Ólafsdóttir
Tengiliður seljanda
Byggt 1964
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
F2015087
Húsgerð
Fjölbýlishús
Númer íbúðar
103
Svalir
Inngangur
Sameiginlegur

Vel skipulögð og endurnýjuð 159,3fm endaíbúð á 2. h. á eftirsóttum stað í hverfi 108. Eigninni fylgir 23,5fm bílskúr m. millilofti. 2 bílastæði. Mjög barnvænt og öruggt umhverfi innarlega í botnlanga.

Mikið endurnýjuð (2025) endaíbúð með tvennum svölum,  íbúð og gluggar ný málaðir, nýtt harðparket og  ný gólfhitalögn í öllum herbergjum. Hitastýring er sjálfstæð fyrir íbúðina og nýr þrýstijafnari á hæðinni. Ný rafmagnstafla og nýir tenglar og nýir rofar. Ný eldhúsinnrétting. Hægt er að breyta skipulagi í íbúðinni á auðveldan hátt og fjölga herbergjum í 5 svefnherbergi eða fækka og stækka stofuna.  

 

Umhverfið  er fallegt og rúmt til allra átta.  Stór sameiginleg lóð  með leiksvæði að framan og aftan við blokkina í fallegu umhverfi trjáa. Útsýni er yfir stóran hluta höfuðborgarsvæðisins, út á sund og til fjalla bæði í SV,V,N og NA. Mjög stutt er í fjölbreytta þjónustu á 108 svæðinu og gott aðgengi að stofnbrautum.

 

Þrívíddarmynd: Á meðfylgjandi hlekk er að finna þrívíddarmyndir af íbúð og bílskúr áður en framkvæmdum lauk. Hægt að smella á tákn á útihurð til að sjá bílskúr. Nákvæm mál íbúðar koma í ljós ef smellt er á “reglustiku” neðst á 3D mynd. https://my.matterport.com/show/?m=K1Qn1XRKMAC

 

Eignin skiptist í :Anddyri, eldhús, sér þvottahús (herbergi) og litla geymslu/búr, borðstofu og samliggjandi stofu, 4 svefnherbergi og baðherbergi.  Engar innihurðir eru í íbúðinni og öll dyraop eru tilbúin fyrir uppsetningu.1)

 

Anddyri: Er rúmgott og opið með fataskáp.

Eldhús: Ný eldhúsinnrétting, nýr vaskur og nýtt blöndunartæki. Helluborð og ofn.

Þvottahús (herbergi): Inn af eldhúsi og lítil geymsla/búr.

Stofa og borðstofa: Rúmgóðar og bjartar, gengið er úr stofu á nýmálaðar svalir.

Svefnherbergisgangur:  Gengið út á svalir.

#1 Hjónaherbergi: Rúmgott með stórum eldri fataskáp.

#2 Barnaherbergi: Rúmgott án skápa.

#3/4 Barnaherbergi: Sameinað í eitt rúmgott, án skápa.

Baðherbergi: Flísalagt, gólfhiti, ný baðskápseining með vaski og blöndunartæki, nýlegt klósett og góð sturta.  Pláss fyrir þvottavél og þurrkara.

Geymslur:  Sérgeymsla í kjallara 5,3 fm., innbyggður geymsluskápur á stigapalli við inngang sem tilheyrir íbúðinni,  með fataslá og hillum til lofts. Læsing á skápum. Hjólageymsla í sameign í kjallara.

Bílastæði: Stæði eru fyrir framan inngang og einnig fyrir framan bílskúr.

Bílskúr : Hiti, rafmagn og kalt vatn. Geymsluloft yfir hluta bílskúrs. 

Gluggar: Gluggakarmar nýmálaðir en matsatriði er hvort komið sé að glerskiptum.

Raflagnir: Nýir rofar og tenglar í íbúð. Ný rafmagnstafla með lekaliða. Allt rafmagn yfirfarið. 

Sameign: Nýtlegt dren lagt um blokkina (2023).  Hitalögn í stétt. Ástand blokkar í góðu lagi samkvæmt upplýsingum frá húsfélaginu.

 

1)Getum útvegað verktaka til að setja upp hurðir ef þess er óskað.

 

Mjög góð eign á góðum stað. Hagstætt verð, aðeins 605.775 kr/fm.

Leikskólar grunnskólar og framhaldsskólar í göngufæri.

Fasteignamat 2026 verður 91.750.000 kr.

 

Velkomið að bóka skoðun í síma 896 4224.

 

Nánari upplýsingar veitir: Agnar Kofoed-Hansen, fjármálaráðgjafi, S:8964224, agnarkh@gmail.com

 

Frágangur skjala verður í höndum óháðs aðila, löggilts fasteignasala eða lögmanns

 

Finndu frekari upplýsingar um eignina á www.e-fasteignir.is
- Söluyfirlit
- Senda fyrirspurn
- Tilboðsgerð
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Espigerði 2
Skoða eignina Espigerði 2
Espigerði 2
108 Reykjavík
134.4 m2
Fjölbýlishús
513
684 þ.kr./m2
91.900.000 kr.
Skoða eignina Réttarholtsvegur 83
Réttarholtsvegur 83
108 Reykjavík
124.2 m2
Raðhús
513
780 þ.kr./m2
96.900.000 kr.
Skoða eignina Skektuvogur 6
Bílastæði
Skoða eignina Skektuvogur 6
Skektuvogur 6
104 Reykjavík
142.5 m2
Fjölbýlishús
514
698 þ.kr./m2
99.500.000 kr.
Skoða eignina Lindargata 27
Skoða eignina Lindargata 27
Lindargata 27
101 Reykjavík
106.7 m2
Fjölbýlishús
312
888 þ.kr./m2
94.800.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin