Gimli fasteignasala og Sigþór Bragason lögg.fasteignasali sími 899 9787 kynna: Falleg og björt 123,1 m² 4ra herbergja endaíbúð á efstu hæð í lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu. Þrjú svefnherbergi og stór stofa. Tvennar svalir og fallegt útsýni.Nánari lýsing:
Forstofa með góðum fataskápum
Herbergi 1 gott barnaherbergi (8,5 m²) með fataskápum
Herbergi 2 gott barnaherbergi( 11.0m² með fataskápum
Herbergi 3 stórt hjónaherbergi( 14.0m² ) með fataskápum og gluggum á tvo vegu.
Stofa og eldhús eru í stóru samliggjandi rými
Eldhús með fallegri innréttingu með góðu skápaplássi, eyja með helluborði og háfi yfir.
Stofan er rúmgóð með parketlögðu gólfi og gegnt er út á stórar svalir er snúa að bakgarði.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, sturta, innrétting, handklæðaofn og opnanlegur gluggi.
Sjónvarpshol með glugga og svölum er snúa að Úlfarsfellinu.
Svalir, tvennar svalir. Stórar svalir að bakgarði og aðrar út frá sjónvarpsholi með miklu útsýni til Esjunnar og Úlfarsfells.
Geymsla með mikill lofthæð er á jarðhæð við geymslugang
Bílageymsla, innangeng í bjarta og snyrtilega bílageymslu.
Sameignargangar eru rúmgóðir og snyrtilegir
Lyfta, stór lyfta er á milli hæða.
Góður skóli og mikil íþróttaaðstaða er í hverfinu ásamt nýlegri sundlaug. Örstutt í fallega náttúru til útivistar.
Þetta er sérlega rúmgóð og björt eign á frábærum stað með útsýni á Úlfarsfellið og til Esjunnar.
Nánari upplýsingar veitir Sigþór Bragason, löggiltur fasteigna, fyrirtækja og skipasali, í síma 899 9787, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti á sb@gimli.is Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnaði því 43 ára starfsafmæli á árinu 2025. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli gerir betur...
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.