Fasteignasalan TORG og Margrét Rós, lgf, kynna í sölu fallega og vel skipulagða 4ra herbergja endaíbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli við Grandaveg 7, 107 Reykjavík. Afar vel staðsett eign á eftirsóttum stað í Vesturbænum. Eignin telur þrjú svefnherbergi, eldhús, baðherbergi, borðstofu og stofu með útgengi á rúmgóðar suður svalir ásamt geymslu (4 m2) á jarðhæð. Sér þvottaherbergi á sömu hæð fyrir íbúðir hæðarinnar, sem telur tvær íbúðir. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Rós lgf. í s. 856-5858 eða margret@fstorg.is*** SÆKJA SÖLUYFIRLIT HÉR *** Birt stærð eignar skv. fasteignaskrá HMS er 102,2 m2, en auk þess er c.a. 4 m2 geymsla sem er ekki talin innan heildarfermetra.Vel staðsett eign í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem miðbærinn er í göngufjarlægð, Vesturbæjarskóli er handan við götuna, leikskólarnir Drafnarsteinn og Dvergasteinn eru í göngufjarlægð ásamt KR vellinum, sundlaug Vesturbæjar og Háskóla Íslands, auk þess sem örstutt er í alla helstu verslun og þjónustu.
Lýsing eignar: Komið inn í opið anddyri og hol. Á hægri hönd inn af holi eru tvö herbergi, annars vegar rúmgott svefnherbergi með stórum gluggum og hins vegar stórt hjónaherbergi með góðum glugga og innbyggðum fataskáp. Á vinstri hönd er gangur sem tengir saman aðrar vistverur íbúðar. Þar inn af á vinstri hönd er baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf með fallegum flísum ásamt góðri innréttingu undir vaski og háum skáp. Frá gangi er gengið inn í hálfopið eldhús með borðstofu inn af ásamt stofu. Inn af stofu er svo þriðja svefnherbergið (var áður hluti af stofu, merkt sem sjónvarpsstofa skv teikningu). Gegnheilt stafaparket er á allri íbúðinni fyrir utan andyri og baðherbergi, en þar eru flísar.
ERTU Í SÖLUHUGLEIÐINGUM? SMELLTU HÉRNánari lýsing eignahluta:Anddyri, gengið inn í opin forstofa með flísum á gólfi, innbyggður fataskáp og fatahengi á vegg.
Hjónaherbergi er stórt og rúmgott með góðum glugga, parket á gólfi og rúmgóðum fataskáp.
Svefnherbergi #2 er bjart með góðum glugga, parket á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi #3 er bjart með góðum glugga, parket á gólfi. (inn af stofu)
Eldhús er hálf opið á tvo vegu, við gang og stofu með rúmgóðri innréttingu og innbyggðri uppþvottavél, eldunareyja, granítborðplötur og flísar á gólfi.
Borðstofa er innaf eldhúsi með stórum gluggi fyrir enda borðstofu.
Stofa er einstaklega björt með stórum gluggum á þrjá vegu, parket á gólfi og útgengt á stórar suð-vestur svalir
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með rúmgóðri innréttingu undir vask og háum skáp, nýlegu baðkari með sturtuaðstöðu og upphengdu salerni.
Þvottahús er sameiginlegt íbúðum á sömu hæð, sem eru alls tvær. Staðsett á sömu hæð við stigagang.
Geymsla er staðsett inn af sameignar gangi á jarðhæð og er c.a. 4 m
2að stærð, en ekki talin innan heildarfermetra.
Húsið og lóðin:Grandavegur 7 er hluti af fjöleignarhús við Grandaveg 5-7 sem er 4 hæða steinsteypt hús með tveimur stigahúsum og telur alls 15 íbúðir. Húsið er byggt árið 1990 og lítur ágætlega út að utan ásamt lóðinni allt í kring. Aðkoman að húsinu er góð með hellulagaðri stétt að framanverðu og keyrt er inn á bílaplan sem er framan við húsið.
Nánari upplýsingar veita:Margrét Rós Einarsdóttir - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.
856-5858 /
margret@fstorg.isAðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.773-3532 / adalsteinn@fstorg.isstorg.is.
KÍKTU Í HEIMSÓKN TIL MÍN Á FACEBOOKVILTU VITA HVAÐ VIÐSKIPTAVINIR OKKAR HAFA SEGJA? SMELLTU HÉRUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.