Fasteignaleitin
Opið hús:21. sept. kl 15:00-16:00
Skráð 18. sept. 2025
Deila eign
Deila

Bryggjuvegur 2

SumarhúsSuðurland/Selfoss-806
100.5 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
54.900.000 kr.
Fermetraverð
546.269 kr./m2
Fasteignamat
45.800.000 kr.
Brunabótamat
65.000.000 kr.
Mynd af Þórdís Björk Davíðsdóttir
Þórdís Björk Davíðsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2007
Garður
Útsýni
Gæludýr leyfð
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2304425
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunal. en endurn. við salerni
Raflagnir
Upprunalegar
Frárennslislagnir
Rotþró endurn. ca 2 ár
Gluggar / Gler
í lagi að sjá
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Verönd með heitum potti
Lóð
100
Upphitun
Rafmagn
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Kvöð / kvaðir
Friðlýstar fornleifar. Samkvæmt 4. mgr. 19. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 ber þinglýsingarstjóra að tilkynna Minjastofnun um eigendaskipti. Innfært m.v.t. 1. mgr. 27. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978 dags. 1. mars 2022
** NÝTT Í SÖLU ** HÉR GETUR ÞÚ BÓKAÐ SKOÐUN Á EIGNINNI **
 
Þórdís Björk Davíðsdóttur löggiltur fasteignasali og RE/MAX kynna: - Nýtt í sölu - EIGNARLÓÐ - 
SKOÐA SKIPTI Á SVIPAÐ STÓRU HÚSI Í GRÍMSNES- OG GRAFNINGSHREPPI, SELFOSS sumarhúsabyggð eða almennt ca max 1 klst akstur frá höfuðborgarsvæðinu. - Lóðin þarf að vera stór eða í svipaðri stærð og Bryggjuvegi 2.


Snyrtilegt og vel skipulagt sumarhús / heilsárshús á tveimur hæðum við Bryggjuveg 2, Bláskógabyggð. Húsið stendur á 7000 fm EIGNARLÓÐ úr landi Haukadals III með fallegu útsýni bæði yfir ósnortna náttúruna og hluta að golfvelli Golfklúbbsins Geysi.
Húsið er byggt úr timbri árið 2007 og er klætt að utan með báru og timbri. 
Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 100,5 fm og skiptist: neðri hæð er 78,3 fm - efri hæð 56,6 fm
* Áætlað fasteignamat 2026 verður kr. 51.100.000.- *



   SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS


* Eignarlóð - 7000 fm *
* Stór og skjólgóð verönd m/heitum potti og geymsluskúr *
* Útsýni yfir hluta af Golfvallar Geysis og fallega náttúruna *
* Þrjú svefnherbergi - svefnpláss á neðri hæð fyrir 6 manns*
* Stórt svefnloft - svefnpláss fyrir amk 10 manns *
* Gólfhiti á neðri hæð *
* Rotþró endurnýjuð fyrir ca 2 árum ásamt rörum við klósett *

 

  SMELLTU HÉR - skoða eignina í - 3D - MEÐ HÚSGÖGNUM
  SMELLTU HÉR - skoða eignina í - 3D - ÁN HÚSGAGNA
  3D er = OPIÐ HÚS ÞEGAR ÞÉR HENTAR
  Ekki þarf sérstakt forrit til að skoða eignina í 3D.

Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Þórdís Björk löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða á netfangið thordis@remax.is
 
Í húsinu eru á neðri hæð: þrjú svefnherbergi, eitt baðherbergi, opið rými með samliggjandi eldhúsi, stofu- og borðstofurými, geymsla auk geymsluskúrs á verönd. 
Á efri hæð er stórt svefnloft með glugga á þrjá vegu.

Nánari lýsing eignar:
Forstofa: Flísar á gólfi.
Eldhús, stofa og borðstofa eru í opnu samliggjandi björtu rými með flísum á gólfi.
Eldhúsinnrétting er úr eik og er á tveimur veggjum. Annarsvegar er gott skápapláss á vegg á milli herbrergja (sjá teikningu í myndum) og svo hinsvegar við vaskinn og eldunaraðstöðu þar sem er gluggi til loftunar og tengi fyrir uppþvottavél.
Borðstofan og stofan eru nokkuð rúmgóð með stórum gluggum til suðurs, mikilli lofthæð og flísum á gólfi. Útgengt er á afgirta verönd við enda stofunnar gegnt baðherberginu.
Baðherbergi er með flísum á gólfi, innréttingu undir og við handlaug, sturtu með Fibo trespo plötum, handklæðaofni, glugga til loftunar og tengi fyrir þvottavél.
Svefnherbergi eru þrjú á neðri hæðinni og parket á gólfi í öllum. Hjónaherbergi ásamt tveimur herbergjum og svefnpláss á neðri hæð fyrir 6 manns.
Geymsla: er við innganginn þar sem öll inntök eru í húsið og er undir stiganum að hluta.
Á efri hæðinni er stórt svefnloft með gluggum í þrjár áttir og svefnplássi fyrir amk 10 manns.
Veröndin er afgirt og skjólgóð viðarverönd með heitum rafmagnspotti og góðum geymsluskúr.
Byggingareiginleikar sbr samþykktar teikningar:
Húsið er byggt úr timbri árið 2007. Útveggir eru einangriðir með 150mm steinull. Þeir eru klæddir að utan með báruklæðningu og timbri, en að innan með gipsplötum og einangraðir með 50 mm steinull. Þak er heilklætt timburborðum,lagt með þakpappa og bárujárni, einangrað með 200mm þakull milli sperra. Loft í bústaðnum er með klæðningu í flokki 2. Burðarvirki: (Útveggir, berandi milliveggir og þakvirki) er úr timbri. Undirstöður eru úr járnbentri steinsteypu.
Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Þórdís Björk löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða á netfangið thordis@remax.is
 
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
- Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
- Ertu í söluhugleyðingum? Smelltu HÉR til að fá frítt verðmat.

 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða) og 1,6% (ef lögaðilar)af heildarfasteignamati.
·      Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
·      Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
·      Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Klettsholt 3
Skoða eignina Klettsholt 3
Klettsholt 3
806 Selfoss
94.5 m2
Sumarhús
413
581 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Skoða eignina Engjagil 3
Skoða eignina Engjagil 3
Engjagil 3
806 Selfoss
97.2 m2
Sumarhús
312
565 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Skoða eignina Flugbrautarvegur 4
Flugbrautarvegur 4
806 Selfoss
77.3 m2
Sumarhús
413
723 þ.kr./m2
55.900.000 kr.
Skoða eignina Klausturhólar - c gata 17
3D Sýn
Opið hús:20. sept. kl 16:00-17:00
Klausturhólar - c gata 17
805 Selfoss
91 m2
Sumarhús
513
603 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin