Fasteignaleitin
Opið hús:11. maí kl 12:00-12:30
Skráð 23. apríl 2025
Deila eign
Deila

Nýhöfn 2

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-210
131.7 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
119.700.000 kr.
Fermetraverð
908.884 kr./m2
Fasteignamat
108.000.000 kr.
Brunabótamat
72.580.000 kr.
Mynd af Styrmir Bjartur Karlsson
Styrmir Bjartur Karlsson
Framkvæmdastjóri og lfs.
Byggt 2008
Þvottahús
Garður
Bílastæði
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2291761
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Ekki vitað.
Raflagnir
Ekki vitað.
Frárennslislagnir
Ekki vitað.
Gluggar / Gler
Ekki vitað.
Þak
Ekki vitað.
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
CROISETTE – KNIGHT FRANK kynnir í einkasölu vandaða og vel skipulagða fjagra herbergja 131,7 fermetra íbúð á efstu hæð með sjávarútsýni og rúmgóðum svölum í fjölbýlishúsi við Nýhöfn 2 í Sjálandshverfi, Garðabæ. Eigninni fylgir sérmerkt stæði í lokaðri og upphitaðri bílageymslu auk rúmgóðrar sérgeymslu í sameign. Um er að ræða lyftuhús, byggt árið 2008, með góðu aðgengi og fallegri sameign. Íbúðin er björt og rúmgóð með fallegu útsýni yfir Faxaflóa. Stutt er í skóla, leikskóla, fallegar göngu- og hjólaleiðir meðfram sjónum og alla helstu þjónustu.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA EIGNINA Í ÞRÍVÍDD


Lýsing eignar:
Anddyri: Er með innbyggðum fataskáp sem nær upp í loft. Parketflísar á gólfi.
Stofa / borðstofa: Bjart og rúmgott alrými með útgengi á rúmgóðar svalir til vesturs. Parketflísar á gólfi.
Eldhús: Opið við stofu með svartri innréttingu og hvítri borðplötu. Skipulag er snyrtilegt með góðu skápaplássi, innbyggð uppþvottavél, bakaraofn í vinnuhæð og vínkælir innfelldur í innréttinguna. Parketflísar á gólfi.
Hjónaherbergi: Bjart og rúmgott með innbyggðum fataskápum og útgengi á svalir. Parketflísar á gólfi.
Svefnherbergi I: Rúmgott herbergi með innbyggðum fataskáp. Parketflísar á gólfi.
Svefnherbergi II: Rúmgott herbergi með innbyggðum fataskáp. Parketflísar á gólfi.
Baðherbergi: Snyrtilegt baðherbergi með bæði baðkari og flísalagðri sturtu, upphengt salerni og handklæðaofn. Flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús: Þvottahús er inn af eldhúsi, með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, flísalögðu gólfi og góðu skápaplássi.

Sameign og lóð: Lóðin við húsið er snyrtileg og vel frágengin með grænu svæði, gróðri og leiktækjum fyrir börn. Góðar göngu- og hjólaleiðir eru í næsta nágrenni, meðfram sjónum. Í sameign hússins er lyfta sem gengur niður í bílageymslu og sameiginlega hjóla- og vagnageymslu. Í kjallara hússins er sérmerkt stæði í lokaðri og upphitaðri bílageymslu (lagt fyrir hleðslustöð við öll stæði) auk 17,3 fermetra sérgeymslu.

Nánari upplýsingar veita:
Styrmir B. Karlsson, löggiltur fasteignasali – í síma 899 9090, tölvupóstur styrmir@croistte.is
Eva Margrét Ásmundsdóttir, löggiltur fasteignasali – í síma 822 8196, tölvupóstur eva@croisette.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
 - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
 - Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
 - Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
 - Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
 - Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
18/07/201963.200.000 kr.69.000.000 kr.131.7 m2523.917 kr.
10/07/201538.900.000 kr.49.500.000 kr.131.7 m2375.854 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 2008
Fasteignanúmer
2291761
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
B1
Númer eignar
1
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
5.980.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Mosagata 13
Opið hús:10. maí kl 16:00-16:30
Skoða eignina Mosagata 13
Mosagata 13
210 Garðabær
135.2 m2
Fjölbýlishús
413
799 þ.kr./m2
108.000.000 kr.
Skoða eignina Lautargata 3 Íb. 102
Lautargata 3 Íb. 102
210 Garðabær
144.1 m2
Fjölbýlishús
524
895 þ.kr./m2
128.900.000 kr.
Skoða eignina Urriðaholtsstræti 9 (103)
Bílastæði
Opið hús:10. maí kl 11:00-13:00
Urriðaholtsstræti 9 (103)
210 Garðabær
140.2 m2
Fjölbýlishús
423
927 þ.kr./m2
129.900.000 kr.
Skoða eignina Langalína 7
Bílastæði
Opið hús:11. maí kl 17:00-17:30
Skoða eignina Langalína 7
Langalína 7
210 Garðabær
147.7 m2
Fjölbýlishús
514
811 þ.kr./m2
119.800.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin