Lind fasteignasala og Andri Freyr Halldórsson lgf kynna þriggja herbergja íbúð við sjávarsíðuna í Gufunesi, nánar tiltekið í Jöfursbási 11e. Íbúðin er á fjórðu hæð (409) með svalir sem vísa í vestur í fjölbýli sem var byggt árið 2021.
Skráð stærð eignar skv. FMR er 55.4 fm. Íbúðin er merkt 04-09.
***SELD FYRIR OPIÐ HÚS***
***ER MEÐ KAUPENDUR Á SKRÁ EF ÞÚ ERT MEÐ SAMBÆRILEGA EIGN, HAFÐU ÞÁ SAMBAND: ANDRI S: 7626162 ***
ÍBÚÐIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING.
*** ATH AÐEINS FYRIR FYRSTU KAUPENDUR Á ALDRINUM 18-40 ÁRA. EKKI HMS LÁN - HEIMILD ER FYRIR DÝRAHALDI ***
*Frábært útsýni til vesturs.
*Frábær fyrstu kaup.
Eignin skiptist í:
Forstofu, tvö svefnherbergi, eldhús, stofu og baðherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Nánari lýsing eignar:
Anddyri: er flísalagt með skáp og fatahengi.
Eldhús: borðstofa og stofa eru í björtu alrými með parket á gólfi. Í eldhúsi er hvít snyrtileg innrétting með tengi fyrir uppþvottavél, bakarofn, helluborði og viftu.
-Útgengt er úr stofu út á vestur svalir með fallegu útsýni.
Baðherbergi: er með innréttingu, upphengdu salerni, "walk-in" sturtu", speglaskáp og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Hjónaherbergi: er með parketi á gólfi og rúmgóðum fataskápum.
Svefnherbergi 1: er með viðar parketi á gólfi og fataskáp.
Sameiginleg hjólageymsla og þvottahús er á jarðhæð. Í sameign er einnig vinnuaðstaða/veislusalur sem íbúar geta leigt og pósthólfin á einum stað.
Íbúðirnar hafa haft afnot af matjurtargarði sem Reykjavíkurborg lánar Jöfursbás 11.
Íbúðir Þorpsins vistfélags eru á sjávarlóð í nýju hverfi í Gufunesi. Frá lóðinni er glæsileg sjávarsýn og útsýni yfir Geldinganes og Viðey. Í hverfinu og meðfram lóðinni verða göngu- og hjólastígar meðfram ströndinni sem tengjast grónum íbúðasvæðum í Grafarvogi.
Í Gufunesi verður blönduð byggð fyrir íbúðir, smærri atvinnurekstur, skapandi iðnað, menningu, menntun, sýningar- og atburði, ferðamannaiðnað og sjálfbærar samgöngur. Gufunesið verður þannig einstakt hverfi í borginni þar sem iðnaðarmannvirki, manngert landslag, afþreying- og útivist og stórfengleg fjallasýn við sjávarsíðu mynda órjúfanlega heild.
Allar nánari upplýsingar veita:
Andri Freyr Halldórsson, löggiltur fasteignasali, í síma 762-6162 eða andri@fastlind.is
Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar.
Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 10 samstarfsaðilum: Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan, Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak, Dorma & SÝN.
Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.700 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.