101 Reykjavík Fasteignasala kynnir í einkasölu: Einkar fjölskylduvænt vel staðsett einbýli í einu vinsælasta hverfi borgarinnar. Aukaíbúð í kjallara ásamt studioíbúð í bílskúr. Elliðaárdalurinn í göngufæri.
Næg bílastæði fyrir framan eign og gróinn garður ásamt rúmgóðum suður palli.
Skólar, leikskólar og Víkingsheimilið ásamt allri almennri verslun og þjónustu í göngufæri.
Komið er að Garðsenda 21, Innkeyrsla er upphituð framan við húseign og bílskúr.
Lýsing eignar: Aðalhæð: Gengið er upp steyptar tröppur inn á aðalhæð hússins.
Forstofa hiti í gólfi. Rúmgott skápapláss með hvítlökkuðum skáp og skenk.
Gestasalerni er innan forstofu, flísalagt að hluta, handlaug og upphengt salerni. Frá forstofu eru inngangar
á tvo vegu að stofu og að eldhúsi.
Eldhús er bjart rúmgott og með gluggum til austurs og suðurs, hvít innréttingu með efri og neðri skápum, flísar eru á milli skápa að hluta. Góður búrskápur við vegg í eldhúsi við ísskáp. Gott pláss er fyrir eldhúsborð við suður glugga eldhúss er vísar út á pall. Hiti er í gólfi eldhúss að hluta.
Stofa/borðstofa bjart parketlagt rými með útgengi að suðurpalli og garði hússins. Parket endurnýjað í stofu 2020.
Pallur við hús er til suðurs með útigeymslu, útgengi er frá palli á tvo vegu að garði húss til suðurs og að garði til norðurs. Gott skjól er á palli og gefur hann eign aukið nýtingarrými.Efri hæð: Á efri hæð hússins eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi og fataherbergi.
Hjónaherbergi bjart með útgengi út á austursvalir með útsýni að nærumhverfi.
Svefnherbergi með glugga á tvo vegu bjart og rúmgott og annað minna á gangi.
Fataherbergi er fyrir miðju efri hæðar.
Baðherbergi er flísalagt bjart og rúmgott með glugga er vísar að Esju og að nærumhverfi. Nett baðinnrétting með handlaug og skáp.
Baðkar/sturta, handklæðaofn, upphengt salerni og rúmgóð innrétting með efri skápum og borði.
Tenging er fyrir þvottavél og þurrkara inni á baðherbergi. Hiti er í gólfi á baðherbergi.
Aukaíbúð: Komið er að íbúð að framanverðu við bílastæði og gengið inn í gott opið bjart snyrtilegt rými með stórum gluggum er vísa að garði til norðurs.
Þaðan er gengið niður tröppu að opnu flísalögðu rými, eldhús á hægri hönd, nett innrétting með efri og neðri skápum.
Baðherbergi/þvottahús, tenging fyrir þvottavél og þurrkara, borð og hillur þar fyrir ofan, þar innaf er baðherbergi með sturtuklefa og salerni. Innrétting rúmgóð með skápum, handlaug, spegli og innbyggðri lýsingu.
Við hlið eldhúss er útgengi/
forstofa frá íbúð sem í dag er nýtt sem svefnaðstaða.
Svefnrými við stofu
flísalagt og með opnum skáp.
Aukaíbúð, leigusamningur er í gildi með þriggja mánaða uppsaganfresti.
Bílskúr er innréttaður í dag sem
studioíbúð, opið rými eldhúss, nett innrétting, efri og neðri skápar, parketlagt rými og með gluggum er vísa til suðurs.
Baðherbergi er sér með sturtuklefa, handlaug, salerni og tengingu fyrir þvottavél. Studioíbúð í bílskúr er ósamþykkt. Bílskúr innréttaður 2019
Bílskúr/studioíbúð er með leigusamning með þriggja mánaða uppsagnarfresti.
Gluggar í bílskúr þarfnast endurnýjunar.
Drenað var í kringum húseign í kringum árið 2005.Árið 2020 skipt um járn á þaki og hluta af timbri, flasningar og þakkant, þakrennur og niðurföll. Strompur klæddur og skipt um timbur.
Framkvæmdir og frágangur 2023
Stór og mikil viðgerð á stórum glugga og öðru á jarhæð á framhlið hússins
Þakkantur allur endurnýjaður og málaður.
Glerlistar endurnýjaðir og málaðir á 2 gluggum á bakhlið hússins.
Nýjar flasningar og ísetning á þaki að aftanverðu.
Ný þakrenna og niðurfall sett á þakkant. Einkar gott einbýli með mikla möguleika miðsvæðis á Höfuðborgarsvæðinu þaðan sem stutt er í allar áttir.Allar upplýsingar veita: Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501 bjorgkristin@101.is og Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101 kristin@101.is
Bókið skoðun á bjorgkristin@101.is eða í síma 771-5501.Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.700,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 77.900,- með vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv.