RE/MAX og Sigríður Guðnadóttir löggiltur fasteignasali kynna: Einstaklega skemmtileg íbúð með karakter í hjarta borgarinnar. Íbúðin er í dag 3ja herbergja (væri hægt að útbúa 4ða herbergið) og auk þess er herbergi í sameign með salernisaðstöðu sem hefur verið í útleigu. Húsið var tekið í gegn að utan fyrir nokkrum árum.Skv FMR er íbúðin skráð 87,5 fm auk herbegis í kjallara 22,7 fm. eða samtals:
110,2 fm.
***SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT SENT STRAX***Nánari lýsing:
Forstofa /hol með parket á gólfi,
fataskápur er á stigapalli við hlið íbúðar.
Stofurnar eru tvær samliggjandi og opið á milli, parket á gólfi. Möguleiki að útbúa tvö herbergi úr annarri stofunni.
Eldhús með eldri innréttingu, flísalagt milli skápa með einstökum flísum, borðkrókur og útgengi út á suð-vestur svalir.
Svefnherbergi er mjög rúmgott með fataskáp og parket á gólfi.
Baðherbergi er rúmgott, flíslalagt með ljósri innréttingu, sturtu og handklæðaofn, allt uppgert fyrir nokkrum árum.
Í kjallara er herbergi með wc sem hefur verið í útleigu. Auðvelt væri að útbúa sturtuaðstöðu inni í því, en einnig er sturtuaðstaða í sameign.
Sameiginlegt þvottahús er í sameign.
Stutt í alla þjónustu enda frábær staðsetning. Nánari upplýsingar gefur Sigríður lgf. í síma 663 3219 eða sigga@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.