BYR fasteignasala kynnir í einkasölu Lagafell 2 í Fellabæ. Fjögurra herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýli, ásamt aukaíbúð og bílskúr. Stutt í leikskóla, skóla og íþróttavöll. Smellið hér fyrir staðsetningu.Húsið er steypt, byggt árið 1974, 131,2 m² að stærð, ásamt bílskúr, 34,7 m² að stærð, og geymsla 29,8 m² að stærð samtals 195,7 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, gangur, stofa og eldhús, þrjúherbergi, baðherbergi og þvottahús.
Skipulag geymslu, innréttuð sem íbúð: anddyri, eldhús og stofa saman í alrými, eitt svefnherbergi og baðherbergi.
Bílskúr.
Nánari upplýsingar hjá BYR fasteignasölu | byr@byrfasteignasala.is | 471 2858 |Nánari lýsing: Anddyri, flísar á gólfi.
Hol/gangur er innan við anddyri, frá gangi er gengið inn í önnur rými eignarinnar.
Stofa og borðstofa, parket á gólfi.
Eldhús, nýleg hvít IKEA innrétting, spanhelluborð, háfur, ofn og örbylgjuofn í vinnuhæð, innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Útgengt á lokaðar svalir frá eldhúsi.
Herbergi I, hjónaherbergi, parket á gólfi, sexfaldur fataskápur.
Herbergi II, parket á gólfi, tveir gluggar.
Herbergi III, parket á gólfi, tvöfaldur fataskápur, tveir gluggar.
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, IKEA innrétting, upphengt salerni, handklæðaofn, sturta með innbyggðu sæti. Gluggi.
Þvottahús, flísar á gólfi, rúmgóð innrétting með skúffuplássi, pláss fyrir tvær vélar í vinnuhæð og stálvaskur, hillur, gluggi.
Geymsla, innréttuð sem íbúð. Inngangur frá bílaplani.
Anddyri með flísum á gólfi, opið inn í alrýmið með stofu og eldhúsi.
Eldhús, innrétting með helluborði, viftu og bakarofn, vaskur og pláss fyrir ísskáp.
Herbergi, parket á gólfi.
Baðherbergi, flísar á gólfi og í sturtuhorni. Vaskinnrétting og upphengt salerni. Speglaskápur. Pláss fyrir þvottavél.
Útgengt úr alrými í bakgarð.
Bílskúr, steypt gólf, ómúraðir veggir, á eftir að klára að einangra loft að hluta. Ofn. Heitt og kalt vatn. Útikrani við inngang.
Lágafell 2 er tvíbýlishús á tveimur hæðum. Önnur íbúð er á jarðhæð hússins. Möl í bílaplani fyrir framan bílskúr, steypt stétt fyrir framan geymslu, timburverönd við suðurhlið hússins, tröppur að inngangi hússins. Garðurinn er sameiginlegur með íbúðinni á neðri hæð. Undirneglingu vantar á allt húsið. Húsið er steypt og einangrað að innan, með pússningu að innan og utan. Klætt að utan með trapisu járni.
Steypt loftaplata og kalt þak. Þriggja fasa rafmagn í bílskúr. Ljósleiðari komin í hús.
Ekkert húsfélag er starfandi í húsinu.
Lóð er 885 m² leigulóð í eigu Múlaþings.
Nánar um fyrri framkvæmdir í húsinu má sjá í söluyfirliti.
Upplýsingar hjá BYR fasteignasölu | byr@byrfasteignasala.is | 471 2858 |Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:Fasteignanúmer 217-3529. Lágafell 2.Stærð: 01.0201 Íbúð 131.2 Brúttó m². 02.0101 Bílskúr 34.7 Brúttó m². 02.0102 Geymsla 29.8 Brúttó m². Samtals 195,7 m².
Brunabótamat: 86.200.000 kr.
Fasteignamat: 51.650.000kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 54.950.000 kr.
Byggingarár: Íbúð 1974. Bílskúr 1980.
Byggingarefni: Steypt.