Domusnova og Vilborg kynna nýtt í einkasölu:
EINSTAKLEGA FALLEGT EINBÝLISHÚS Á ÞREMUR HÆÐUM AÐ SKERPLUGÖTU 9, 102 REYKJAVÍK.
TVÆR AUKAÍBÚÐIR, ÖNNUR Í KJALLARA HIN Í HÚSI Á LÓÐ.
HÚSIÐ ER ALLS 260,6 FM SKV FASTEIGNASKRÁ EN HLUTI ÞESS ER Í RISI ÞANNIG AÐ GÓLFFLÖTUR ER NOKKUÐ STÆRRI.
HEITUR POTTUR VIÐ HÚS.
HÚSIÐ SKIPTIST Í:- HÆÐ 84,9 FM
- RIS 66,6 FM
- KJALLARA SEM ER 70,3 FM MEÐ AUKAÍBÚÐ I, 2JA HERBERGJA.
- HÚS 38,5 FM- BYGGT 2020 Á LÓÐINNI - MEÐ AUKAÍBÚÐ 2JA HERBERGJA (skráð sem vinnustofa)
Lóðin er alls 588 fm.
EFTIRFARANDI FRAMKVÆMDIR HAFA ÁTT SÉR STAÐ AÐ SÖGN SELJENDA:- 2024: Húsið málað að utan.
- 2024: Þak málað, skipt um járn við kvisti, sem og þakrennur og niðurföll.
- 2023: Sólhýsi endurnýjað að hluta og skipt um gler í nokkrum gluggum.
- 2021: Sturtuklefi, eldhúsinnrétting og fataskápur endurnýjað í kjallaraíbúð.
- 2018: Baðherbergi uppi og gestasnyrtingin voru tekin í gegn.
- 1989: Húsið endurnýjað að talsverðu leiti að utan sem innan; tréverk, járn og gluggar og einangrað með steinull.
- 1989: Allar innréttingar hannaðar og smíðaðar nýjar.
- 1989: Lagnir í húsinu lagðar upp á nýtt, hitalagnir, rafmagn og skolpleiðslur.
Lýsing eignar:Gengið er upp steinsteyptar tröppur. Hitalögn er í tröppunum, bæði á hæðinni og kjallaratröppum.
AÐALHÆÐ:Hæðin er björt og falleg með flísalagðri sólstofu.
Forstofa: Komið er inn í rúmgóða forstofu með góðum skápum.
Gestasalerni:Úr forstofu er gengið inn á gestasnyrtingu, flísalögð með upphengdu salerni.
Eldhús: innréttingin er sérsmíðuð hjá Brúnás en var uppfærð að hluta að fengnum ráðleggingum frá Rut Káradóttir 2014. Flísar á gólfi.
Sólstofa er inn af eldhúsi sem nýtt er að hluta sem skemmtileg og björt borðstofa. Flísar á gólfi.
Stofur: Tvær bjartar og rúmgóðar stofur með sex gluggum, stofurnar eru samliggjandi með tvöfaldri sérsmíðaðri hurð með rúðum. Í annarri stofunni eru sér hannaðar bókahillur sem ramma inn millihurðina.
Gólfefni: Á forstofugólfi og eldhúsi er línoleumdúkur, en á stofum eru upprunaleg gólfborð, gegnheil fura.
Heitur pottur er í garði en úr sólhýsi á aðalhæð hússins er gengið út í garð. Þar er skemmtilegur steinhlaðinn bolli með heitum potti og aðstöðu fyrir grill.
EFRI HÆÐ/RIS:Gengið er upp fallegan stiga úr alrými upp í efri hæð, að hluta undir súð.
Miðrými tengir saman svefnherbergin og baðherbergið.
Svefnherbergin eru þrjú. Öll mjög rúmgóð.Fataskápar eru í tveimur herbergjanna.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með sturtu og baðkari. Þar er einnig þvottaaðstaða. Útgengt er úr baðherbergi út á suðursvalir.
Geymsluloft: Yfir efri hæðinni er manngengt geymsluloft.
Veggir á efri hæð eru allir léttir og auðvelt að endurskipuleggja herbergjaskipan eftir þörfum.
KJALLARI:Í kjallara er um 65 fermetra, tveggja herbergja íbúð með sérinngangi:Forstofa: Forstofan er flísalögð.
Eldhús með borðkrók.
Baðherbergi er flísalagt. Sturta er á baðherbergi. Tengi fyrir þvottavél.
Stofan er rúmgóð með harðparketi.
Svefnherbergi með skápum,
Geymsla er innan íbúðar í kjallara.
Þvottahús sem einnig er lagnaherbergi fyrir alla eignina.
Einnig er innangengt úr aðalíbúð í kjallara og lítill vandi að sameina.
SÉRBÝLI (VINNUSTOFA)38,5 fm.Á lóðinni er steinsteypt sérbýli, byggt 2020 sem skiptist í stofu/eldlhús, svefnherbergi og baðherbergi:
Nánari lýsing:
Eldhús og stofa er í sama rými með góðum glugga sem snýr út að verönd framan við húsið.Gluggar í eldhúsi snúa í austur.Vínilparket á gólfi.
Svefnherbergi er með gluggum, fataskáp og vínilparketi á gólfi.
Baðherbergi með sturtu og þvottaaðstaða. Gólfið er flotað sem og veggir.
Stétt fyrir framan inngang í húsið er upphituð. Húsnæðið er skilgreint sem vinnustofa en verið er að vinna í að fá það skilgreint sem íbúð.
Lóðin er skemmtileg með háum trjám og fallegum runnum.
Góður geymsluskúr er á lóðinni. Geymsla er einnig undir útitröppum.
Sér bílastæði fylgir húsinu og fyrir framan það eru nokkur stæði ætluð húsunum við enda götunnar. Húsið stendur í skemmtilegum botnlanga með torgi, þar sem gjarnan eru haldnar hverfishátíðir.
Við Skerplugötu eru eingöngu gömul hús, flutt úr miðbænum og endurgerð. Þarna er eins konar þorp, miðsvæðis í borginni. Gatan er einstaklega barnvæn.
Húsið stóð upphaflega að Bergsstaðastræti 6c. Það var byggt 1908 og er svokallað katalókahús. Það er semsagt byggt úr sérsniðnum norskum viði. Slík hús þykja mjög sterkbyggð, allir burðarbitar mjög traustir.
Húsið var flutt af upprunalegum stað á nýjan steyptan grunn, Skerplugötu 9, Litla-Skerjafirði árið 1989. Húsið var allt endurnýjað að utan sem innan, tréverk, járn og gluggar og einangrað með steinull. Allar innréttingar voru hannaðar og smíðaðar nýjar. Lagnir í húsinu voru lagðar upp á nýtt, hitalagnir, rafmagn og skolpleiðslur. Húsinu hefur verið sérstaklega vel við haldið að sögn seljenda.
Arkitekt að endurbyggingu hússins er Sigríður Sigþórsdóttir.
Arkitekt að nýbyggingu á lóð er Friðrik Friðriksson, F arkitektar.
Aðstoð við endurnýjun á eldhúsi og alrými Rut KáradóttirEinstaklega falleg eign með tveimur aukaíbúðum í Litla-Skerjafirði.
Bókið skoðun.
Nánari upplýsingar veitir:Vilborg Gunnarsdóttir löggiltur fasteignasali / s.8918660 / vilborg@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.