Fasteignaleitin
Skráð 9. apríl 2025
Deila eign
Deila

Asparlaut 5 - 0303

FjölbýlishúsSuðurnes/Reykjanesbær-230
105.8 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
Verð
72.900.000 kr.
Fermetraverð
689.036 kr./m2
Fasteignamat
28.400.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Páll Þorbjörnsson
Páll Þorbjörnsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2023
Lyfta
Bílastæði
Fasteignanúmer
2529350
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Númer íbúðar
3
Lóðarréttindi
Leigulóð
Matsstig
4 - Fokheld bygging
ALLT fasteignasala kynnir til sölu glæsilegar eignir í einu vinsælasta hverfi Reykjanesbæjar: Asparlaut 5, íbúð 0303 er á efstu hæð í fullbúnu, 12 íbúða, nýju fjölbýlishúsi í Hlíðarhverfi. Birt stærð eignarinnar er 105,8 fm. Eigninni fylgir mjög rúmgóð geymsla (15,9 fm) og stæði í bílgeymslu. Eignin er vönduð, hefur 2 rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús. Eldhús, borðstofa og stofa eru í opnu björtu rými þar sem útgengt er út á sólríkar svalir. Góð forstofa. Eignin hefur sér inngang og lyfta er í húsinu.
Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. Arkitekt ARKÍS.

Komdu og skoðaðu hvaða íbúð hentar best þínum þörfum
Mikill áhugi, allt frá fyrstu kaupa eignum upp í risa fjölskyldu íbúðir á tveimur hæðum


Nánari upplýsingar veita:
Unnur Svava Sverrisdóttir löggiltur fasteignasali, í síma 868-2555 eða unnur@allt.is
Páll Þorbjörnsson löggiltur fasteignasali, í síma 6986655 eða pall@allt.is
Elínborg Ósk Jensdóttir löggiltur fasteignasali, í síma 8231334 eða elinborg@allt.is


 
Nánari lýsing á íbúð 303:

Eldhús/borðstofa og stofa: Eldhúsinnréttingar eru sérsmíðaðar frá GKS. Eldhúsvaskur og blöndunartæki fylgja frá GKS. Bora helluborð með innbyggðu sogi, ofn með blæstri, örbylgjuofn, innbyggð uppþvottavél og innbyggður kæliskápur frá Siemens. Eldhúseyja. Virkilega bjart og fallegt rými með innbyggðri lýsingu í loftum, með dimmerum.

Hjónasvíta er með sérsmíðuðum klæðaskápum frá GKS.

Barnaherbergi með sérsmíðuðum klæðaskápum frá GKS.

Baðherbergi: Á baðherbergi eru flísar frá Flísabúðinni á gólfi og veggjum, innrétting frá GKS. Handlaugarskál með hitastýrðu blöndunartæki, upphengt og innbyggt salerni með hæglokandi setu. Sturta skilast með innbyggðum blöndunartækjum og sturtuhlið úr gleri.

Anddyri: Mjög með sérsmíðuðum klæðaskápum frá GKS

Þvottahús: Gólf flísalagt, innréttingar frá GKS með ræstivaski og blöndunartæki í borði. Niðurfall í gólfi, tengingar fyrir þvottavél og barkalausan þurrkara.

Geymslur: Geymsla í séreign sem fylgir íbúðinni, Rúmgóð vagna og hjólageymsla í sameign.

Bílageymsla: Stæði í bílageymslu fylgir eigninni.

Umhverfi: Umhverfið um eignina verður mjög skemmtilegt með skjólgóðu miðjusvæði fyrir íbúa. Eignin er í göngufæri við alla helstu þjónustu og öll helstu íþróttamannvirki, fjölbrautaskóla og útivistarsvæði. Um 25 mínútur frá höfuðborgarsvæði og 5 mínútur frá Flugstöð.
 
Allar eignirnar í húsinu eru ti sölu. Tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðir á verðbilinu 54.900.000 - 129.000.000. 

* Innihurðir eru yfirfelldar frá Birgison / Parka
* Útihurðir frá Rational
* Íbúðirnar eru upphitaðar með ofnakerfum
* Loftræsti-, vatns,- og þrifalagnir fylgja frágengnar. Forhitari er á heitu neysluvatni
* Póstkassar verða í stigahúsi
* Fólkslyfta er í húsinu af gerðinni Mono Space frá Kone
* Bílgeymsla er í opnu bílskýli á milli húsa, gólf steypt og vélslípað og bílastæði merkt
* Sorpgeymsla verður á sérmerktu svæði á lóðinni
* Það er með tvöföldu lagi af eldsoðnum tjörupappa ofan á steypta plötu. Einangrun er 200mm rakavarin þrýsti einangrun.
* Útiljós og rafmagnstengill er á öllum svölum
* Lóð verður fullfrágengin. Stéttar næst húsi verða hellulagðar og snjóbræðslulögn í gangstíg framan við húsið. Bílastæði eru malbikuð og eða hellulögð.

Íbúðirnar skilast allar án gólfefna á alrýmum og herbergjum en með flísum á votrýmum. Að öðru leyti fullbúnar að innan með fullbúinni útiaðstöðu.

Áætlaður afhendingartími er í september 2025


Kostnaður kaupanda:
1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
10/06/202528.400.000 kr.72.900.000 kr.105.8 m2689.035 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 2023
Fasteignanúmer
2529350
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
B1
Númer eignar
8
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Matsstig
4 - Fokheld bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Asparlaut 24-26
Skoða eignina Asparlaut 24-26
Asparlaut 24-26
230 Reykjanesbær
98.9 m2
Fjölbýlishús
31
703 þ.kr./m2
69.500.000 kr.
Skoða eignina Asparlaut 3
Bílastæði
Skoða eignina Asparlaut 3
Asparlaut 3
230 Reykjanesbær
96.5 m2
Fjölbýlishús
312
755 þ.kr./m2
72.900.000 kr.
Skoða eignina Hólabraut 8
Bílskúr
Skoða eignina Hólabraut 8
Hólabraut 8
230 Reykjanesbær
126.4 m2
Fjölbýlishús
423
570 þ.kr./m2
72.000.000 kr.
Skoða eignina Nónvarða 8
Bílskúr
Skoða eignina Nónvarða 8
Nónvarða 8
230 Reykjanesbær
134.8 m2
Hæð
413
519 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin