Fasteignaleitin
Skráð 23. des. 2024
Deila eign
Deila

Emburhöfði

Jörð/LóðVesturland/Búðardalur-371
93.2 m2
Verð
Tilboð
Fasteignamat
10.736.000 kr.
Brunabótamat
4.120.000 kr.
Útsýni
Gæludýr leyfð
Fasteignanúmer
2117610
Húsgerð
Jörð/Lóð
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna:

Emburhöfða, Nautey, Litla-Nautey, Díanes og Borgundarhólma sem eru eyðieyjar, skráðar sem lögbýli og eru innan Hvammsfjarðarrastar í minni Hvammsfjarðar utan við Búðardal.

Emburhöfði er aðal eyjan, fallega gróin eyja með fögru útsýni, með bátalægi, dúntekju og óspilltri náttúru.

Ofan við núverandi bæjarstæði er mikið af hleðslum af gömlum minjum sem ekki hafa verið skoðaðar í seinni tíð.

Nautey, Litla-Nautey, Díanes og Borgundarhólmar eru ásamt Emburhöfða áætlaðar um 2,5 ferkílómetrar að stærð, en þó er ekki til staðfest skráning á stærð.

Eyjunar eru eyðieyjar þótt skráðar séu lögbýli, dúntekja hefur verið góð, á bilinu 13-20 kg af hreinsuðum dún á ári.

Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax!

Vatni er dælt uppúr ferskvatnsholu í mýri og nýtist það fyrir salerni, sturtu og hægt að sjóða það sem neysluvatn en núverandi eigandi hefur mest tekið drykkjarvatn með sér á brúsum.

Gas ísskápur er til staðar, eldavél og er næg gistiaðstaða.

Húsakostur er eftirfarandi:
Sumarbústaður, byggður 1985, skráð stærð 10,9 fm plús svefnloft.
Starfsmannahús, byggt 2000, skráð stærð 52 fm.
Geymsla, byggð 2008, skráð stærð 29,7 fm.

Nægt rafmagn er með nýrri fjarstýrðri hátækni ljósavél og nýjum rafgeymi, eigandi þarf ekki að hlaða nema á 2-4 daga fresti fyrir núverandi notkun.

Ein ný og önnur eldri sólarsella eru til staðar, ágætis vatnsdæla, verkfæri og ýmislegt er til staðar og getur fylgt með skv. nánara samtali.

Frá gamla tímanum er líka orf og ljáir, flott gömul verkfæri sem eru vel nothæf enn til dags.

Mögulegt er að ræða við eigendur um bátamál skv. nánara samtali en þeir hafa nýlega sett upp gott ból/lægi fyrir báta utan við grynningar sem myndast á fjöru og hafa notað sér minni bát til að fara í land.

Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins með mynni um 70 km að breidd og eru óteljandi eyjar í flóanum þar sem hann grynnkar og mjókkar. Áætlað er að á bilinu 2700 -2800 þeirra séu með einhverjum gróðri en auk þess er fjöldi skerja. Mikið af þessum eyjum voru byggðar áður fyrr en eru nú komnar allar í eyði.

Eyjarnar eiga að hafa myndast undan afli skriðjökla á ísaldartímanum. Eyjarnar eru flatlendar og jarðlögin svipuð og á Vestfjörðum. Vestureyjar liggja á stórri megineldstöð sem kennd er við Flatey. Í mörgum eyjanna er mikil gróska og margar tegundir plantna. Stór hluti af hérlendum stofnum fugla eins og lunda, æðarfugls og teistu er á firðinum. Sagt er að fólk sem bjó við Breiðafjörð og á eyjunum hafi sjaldan eða aldrei liðið matarskort. Eyjarnar iða af fuglalífi og flesta fuglana má nytja. Auk þess var gnægð fisks og sjávarspendýra í flóanum, fjörubeit og fleira. 

Nánari upplýsingar gefur: 
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 899 0720
Netfang: hrannar@domusnova.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
26/02/20239.580.000 kr.96.000.000 kr.93.2 m21.030.042 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Fasteignanúmer
2117610
Húsmat
1.000 kr.
Lóðarmat
1.000 kr.
Fasteignamat samtals
2.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 2000
52.6 m2
Fasteignanúmer
2117610
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
5.810.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
5.810.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 2008
29.7 m2
Fasteignanúmer
2117610
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
2.900.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
2.900.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1985
10.9 m2
Fasteignanúmer
2117610
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
1.685.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
1.685.000 kr.
Brunabótamat
4.120.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignanúmer
2117610
Lóðarmat
309.000 kr.
Fasteignamat samtals
309.000 kr.
DN ehf
https://domusnova.is

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Kirkjubraut TIL LEIGU 5
Kirkjubraut TIL LEIGU 5
460 Tálknafjörður
77.2 m2
Sumarhús
414
3 þ.kr./m2
230.000 kr.
Skoða eignina Kjarvalströð 1
Skoða eignina Kjarvalströð 1
Kjarvalströð 1
356 Snæfellsbær
80 m2
Sumarhús
312
494 þ.kr./m2
39.500.000 kr.
Skoða eignina Birkilundur 5
Skoða eignina Birkilundur 5
Birkilundur 5
340 Stykkishólmur
73.9 m2
Sumarhús
43
487 þ.kr./m2
36.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin