** Opið hús miðvikudaginn 5. nóvember frá kl. 16:30 til 17:00 - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 **
Fasteignasala Mosfellsbæja kynnir: Glæsilegt og vel skipulagt parhús á tveimur hæðum með stóru bílastæði og innbyggðum bílskúr við Uglugötu 9A í Mosfellsbæ. Svalir og bakgarður í suðvesturátt. Eignin er skráð 216,7 m2, þar af raðhús 189,6 m2 og bílskúr 27,1 m2. Eignin skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, eldhús, hjónaherbergi með fataherbergi, 3 barnaherbergi, 2 baðherbergi, geymslu og bílskúr. Stórar svalir með fallegu útsýni og svalalokun. Í bakgarði er timburverönd. Við hlið húsins er steypt verönd/bílastæði. Bílaplan er steypt og með snjóbræðslu. Stutt er í alla helstu þjónustu svo sem nýjan leiksskóla skóla, ósnortna náttúru og göngu- og hjólastíga.Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent straxNánari lýsingNeðri hæð:Forstofa er með flísum á gólfi. Úr forstofu er innangengt í
bílskúr.
Gangur er með flísum á gólfi. Af gangi er gengið út á
lóð til vesturs.
Svefnherbergi nr. 1 er með parketi á gólfi og fataskáp
Svefnherbergi nr. 2 er með parketi á gólfi og fataskáp
Baðherbergi/Þvottahús er flísalagt í hólf og gólf. Á baði er innrétting með tveimur skolvöskum, vegghengt salerni og 'walk in' sturta. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu.
Geymsla er með flísum á gólfi og hillum
Bílskúr er með epoxý á gólfi. Er skráður 27,1 m2.
Stigi með teppi er upp á efri hæðina.
Efri hæð:Stofa og
borðstofa er í opnu rými með parketi á gólfi. Úr stofu er gengið út á
svalir með fallegu útsýni í suðurátt. Búið er að setja upp svalalokun.
Eldhús er með fallegri innréttingu og eyju. Í innréttingu er innbyggð uppþvottavél, tveir innbyggðir kæli og frystiskápar, niðurfelldur vaskur, tveir ofnar og helluborð.
Svefnherbergi nr. 3 er með parketi á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi nr. 4 (Hjónaherbergi) er með parketi á gólfi. Inn af herbergi er
fataherbergi með opnum fataskápum.
Baðherbergi er með flísalagt í hólf og gólf. Á baði er innrétting með skolvask, 'walk in' sturtu, handklæðaofn og vegghengt salerni.
Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2026 er kr. 142.550.000.-
Verð kr. 149.900.000,-