Fasteignaleitin
Opið hús:07. apríl kl 17:00-17:30
Skráð 2. apríl 2025
Deila eign
Deila

Marargrund 16

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-210
239.6 m2
7 Herb.
5 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
180.000.000 kr.
Fermetraverð
751.252 kr./m2
Fasteignamat
160.250.000 kr.
Brunabótamat
122.850.000 kr.
HH
Heimir Hallgrímsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1992
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2071717
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Frá því að húsið var byggt
Raflagnir
Frá því að húsið var byggt
Frárennslislagnir
Frá því að húsið var byggt
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Frá því að húsið var byggt
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Tvennar svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Nýtt á skrá! Opið hús - Marargrund 16 Garðabæ - mánudaginn 7. apríl klukkan 17:00 - 17:30

Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir fallegt 7 herbergja 239,6 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Eignin skiptist í 108,0 fermetra aðalhæð, 85,0 fermetra efri hæð og 46,6 fermetra bílskúr, samtals 239,6 fermetrar að stærð. Um er að ræða afar vel staðsetta eign í grónu fjölskylduhverfi við Marargrund 16 í Garðabæ. Um er að ræða frábært fjölskylduhús með fimm rúmgóðum svefnherbergjum (möguleiki að útbúa sjötta svefnherbergið), góðu fjöskyldurými á efri hæð og stórum stofum á aðalhæð. Rúmgott þvottaherbergi er á aðalhæð og stór tvöfaldur bílskúr þar sem hluti af honum er nýttur í dag undir golfhermi. Bílskúrshurðar eru báðar stórar eða 250 cm x 260 cm.

Aðalhæðin (neðri hæð): Er vel skipulögð með rúmgóðum alrýmum og útgengi á verönd til suðvesturs. Stofa og borðstofa eru samliggjandi og er arinn staðsettur í setustofu. Eldhús er staðsett nálægt borðstofu með góðum borðkróki. Gluggar í alrými snúa til suðausturs og suðvesturs inn í bakgarð hússins. Rúmgóð forstofa, gestasnyrting og eitt svefnherbergi er staðsett á neðri hæð ásamt góðu þvottaherbergi. 

Efri hæð: Gengið er upp steyptan parketlagðan stiga inn í hol og þar er fjölskyldurými/sjónvarpsstofa staðsett. Fjögur rúmgóð svefnherbergi eru á efri hæð ásamt baðherbergi og geymslu. Útgengi á svalir til suðausturs úr hjónaherbergi sem snúa inn í bakgarð hússins ásamt því að útgengi er úr öðru svefnherbergi á svalir sem snúa til norðvesturs með afar fallegu útsýni út á sundin.

Lóðin er 770,0 fermetrar að stærð. Tyrfður garður til suðausturs og suðvesturs með fallegum trjágróðri og verönd. Lóðin er afar skjólgóð og stendur við lítinn skóg (sem liggur á næstu lóð við Bólstað). Framan við hús er hellulögð stétt að húsi og fyrir framan bílskúr með snjóbræðslu. Norðaustanmegin við húsið sem liggur að hluta bakvið hús er malbikað svæði sem nýtist vel undir hjólhýsi/kerrur eða annað sem þarf gott geymslupláss. 


Nánari lýsing:
Aðalhæð.

Forstofa: Með flísum á gólfi og skápum. 
Gestasnyrting: Með flísum á gólfi. Salerni, innrétting við vask og gluggi til norðausturs.
Stofa: Með parketi á gólfi og gluggum til suðausturs og suðvesturs. Stofa er stór og rúmar vel setustofu og borðstofu. Í setustofu er fallegur arinn og útgengi er á verönd til suðvesturs.
Eldhús: Með flísum á gólfi og viðar eldhúsinnréttingu. Gluggar til suðvesturs og norðvesturs. Flísar á milli skápa og borðkrókur. AEG bakaraofn, keramik helluborð og tengi fyrir uppþvottavél.
Þvottaherbergi: Með flísum á gólfi og góðri innréttingu með miklu skápaplássi. Gott vinnuborð og þvottasnúrur. Gluggar til norðvesturs og útgengi á framlóð.
Svefnherbergi I: Er rúmgott með parketi á gólfi, góðum skápum og glugga til suðausturs.

Bílskúr: Er stór, eða 46,6 fermetrar að stærð. Tvær stórar bílskúrshurðar (2,5 x 2,6 metrar) og er önnur með rafmagnsopnun. Inngangshurð að framanverðu og önnur hurð sem snýr inn í bakgarð hússins. Gólf er flísalagt og gott geymsluloft er yfir hluta af bílskúr. Rafhleðslustöð er staðsett fyrir framan bílskúr.

Efri hæð: 
Hol/sjónvarpsrými: Með parketi á gólfi og gluggum til suðvesturs. Möguleiki væri að útbúa sjötta svefnherbergið úr þessu rými.
Svefnherbergi II (hjónaherbergi): Er rúmgott með parketi á gólfi, skápum og glugga til suðausturs. Útgengi á svalir til suðausturs inn í bakgarð hússins.
Svefnherbergi III: Með parketi á gólfi og glugga til suðvesturs.
Svefnherbergi IV: Með parketi á gólfi og glugga til norðvesturs með afar fallegu útsýni út á sundin.
Svefnherbergi V: Með parketi á gólfi og gluggum til norðvesturs. Útgengi á svalir til norðvesturs með glæsilegu útsýni út á sundin og víðar.
Baðherbergi: Með flísum á gólfi og veggjum. Flísalögð sturta og baðkar með sturtutækjum. Salerni og innrétting við vask. Þakgluggi.
Geymsla: Er staðsett á efri hæð.

Staðsetning eignarinnar er afar góð á eftirsóknaverðum stað í lokuðum botnlanga í Marargrund þaðan sem stutt er í skóla á öllum skólastigum, Íþróttasvæði, sundlaug og alla verslun og þjónustu. Stutt er í helstu stofnæðar frá hverfinu.

Allar nánari upplýsingar veitir:
Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1992
46.6 m2
Fasteignanúmer
2071717
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
20.100.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Urðarhæð 11
Skoða eignina Urðarhæð 11
Urðarhæð 11
210 Garðabær
209.8 m2
Einbýlishús
614
867 þ.kr./m2
181.900.000 kr.
Skoða eignina Brekkugata 15
Bílskúr
Opið hús:08. apríl kl 17:30-18:00
Skoða eignina Brekkugata 15
Brekkugata 15
210 Garðabær
212.8 m2
Parhús
614
869 þ.kr./m2
184.900.000 kr.
Skoða eignina Melhæð 5
Bílskúr
Skoða eignina Melhæð 5
Melhæð 5
210 Garðabær
256 m2
Einbýlishús
735
695 þ.kr./m2
178.000.000 kr.
Skoða eignina Sandakur 12
Skoða eignina Sandakur 12
Sandakur 12
210 Garðabær
242.6 m2
Raðhús
533
680 þ.kr./m2
164.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin