Kaupstaður fasteignasala kynnir fallegt einbýlishús á tveimur hæðum með sérstæðum tvöföldum bílskúr þar sem er búið að breyta í auka íbúð. Skráð samkvæmt FMR 177,3 fm og þar af bílskúr 48,8 fm. 220 Hafnarfjörður. Möguleiki á leigutekjum.
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Nánari lýsing:
Neðri hæð:
Anddyri er mjög rúmgott með vínylparketi á gólfi og góðum fataskáp.
Gesta baðherbergi er inn af anddyrinu með flísum á gólfi, upphengdu salerni, sturtu ásamt lítilli innréttingu með vaski.
Þvottahús er inn af anddyrinu, það er með flísum á gólfi ásamt innréttingu með góðu skápaplássi.
Eldhús er með góðu skápaplássi og tengi fyrir uppþvottavél, opið er inn í stofu. Vínyl parket er á gólfi.
Stofa/borðstofa er björt og rúmgóð með vínil parketi á gólfi, útgengi á rúmgóða viðarverönd með skjólveggjum og heitum potti. Inn af stofu er sjónvarpshol sem áður var svefnherbergi sem auðvelt væri breyta til baka og gera fjórða svefnherbergið.
Geymsla undir stiga.
Efri hæð:
Baðherbergi er mjög stórt með flísum á gólfi, baðkari og baðinnréttingu.
Barnaherbergi I með parketi á gólfi.
Barnaherbergi II með parketi á gólfi.
Hjónaherbergi er stórt með parketi á gólfi, góðu skápaplássi og útgengi út á svalir.
Háaloft:
Parketlagt með leikaðstöðu fyrir börn. Einnig er mikið geymslupláss.
Bílskúr:
Sérstæður tvöfaldur bílskúr er búið að breyta að stórum hluta í auka íbúð.
Auka Íbúð: Möguleikar á leigutekjum.
Gengið er inn í anddyri sem er parketlagt með góðum fataskáp. Eldhús með hvítri innréttingu og tengi fyrir uppþvottavél. Stofa/svefnherbergi er í einu stóru opnu rými með parketi á gólfi. Baðherbergi er með flísum á gólfi, hvítum vaskaskáp og efri skáp með spegli, upphengdu salerni og tengi fyrir þvottavél/þurrkara.
Geymslurými bílskúrs:
Geymsla með upphengdum hillum.
Háaloft með miklu geymsluplássi.
Framkvæmdir sem hafa verið gerðar á síðustu árum:
2017 Hús, þak og bílskúr málaður utan.
2018 Auka íbúð gerð í bílskúr.
2018 Bílaplan og snjóbræðsla stækkuð.
2018 Skipt um tréburð undir svölum við útidyrahurðina.
2018 Skipt um gler og lista í stóru gluggunum á húsinu (svefnherbergis- og þakgluggar eru eftir).
2018 Nýtt gólfefni sett á anddyri, stofu og eldhús (vínil parket), gólfhiti sett í gólf. Ný eldhúsinnrétting og tæki í eldhús.
2019 Pallur, skjólveggir og heitur pottur.
2024 Dreni og skólp endurnýjað.
Stutt er í þjónustu s.s grunnskóla og tvo leikskóla sem og margskonar íþróttaaðstöðu s.s. á Ásvöllum hjá Haukum, Ásvallasundlaug, tvær stórar líkamsræktarstöðvar, Golfklúbbinn Keili, matvöruverslanir og margt fleira.
Góðir göngustígar eru við húsið og næsta nágrenni.
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
09/06/2017 | 41.450.000 kr. | 55.900.000 kr. | 177.3 m2 | 315.284 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
220 | 226.8 | 139,8 | ||
220 | 199.9 | 119,9 | ||
220 | 205.2 | 129,9 | ||
220 | 189.5 | 135 | ||
220 | 235.4 | 131 |