RE/MAX og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Fálkagötu 28, Reykjavík íbúð 0401 fnr. 202-8540
- SELJENDUR SKOÐA SKIPTI Á MINNI EIGN Á SVÆÐINU -Íbúðin er skráð hjá þjóðskrá 121,4 fm. Þar sem hluti hæðar er undir súð þá er gólfflötur meiri eða um 130 fm. Húsið er byggt árið 1965 og er steinsteypt hús á fjórum hæðum. 3D - SKOÐAÐU HÚSIÐ Í ÞRÍVÍDDARUPPTÖKU HÉR - 3DFÁÐU SENT SÖLUYIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.Nánari lýsing:Aðkoma: Gengið er inn í húsið frá baklóð hússins. Góð forstofa fyrir framan inngang í íbúðina.
Hol: Parket á gólf.
Stofa/borðstofa: Parket á gólfi. Stórir kvistgluggar sem gefa góða birtu í rýmið.
Eldhús: Flísar á gólfi. Góð hvít innrétting. Helluborð með viftu yfir. Bakstursofn.
Svefnherbergi: Eru fjögur og er parket á gólfi þeirra allra. Fataskápar eru í tveimur herbergjanna.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Sturta með halla að niðurfalli og glerþili. Baðkar. Innrétting með handlaug. Handklæðaofn. Þakgluggi er í rýminu. Gólfhiti er í baðherberginu.
Þvottahús/geymsla: Er inn af eldhúsi. Sameiginleg geymsla er einnig á jarðhæð hússins.
Fálkagata 28 er virkilega rúmgóð og falleg íbúð á 4. hæð í góðu fjölbýli. Fjögur svefnherbergi og góð stofa. Baðherbergi og eldhús tekin í gegn á síðustu árum. Mikið hefur verið gert fyrir húsið og má sjá lista yfir það hér að neðan. Viðhald: Ytra byrði2001 - hús múrviðgert og málað.
2005 - skipt um þakklæðningu.
2008 - skipt um fráveitulagnir og aðaltöflu rafmagns skipt út fyrir nýja ásamt stofnlögnum.
2014 - stigagangur - málaður, skipt um teppi og klæðningu á stigahandriði.
2015 - skipt um þakrennur og niðurföll.
2016 - hús sprunguviðgert og málað og skipt um gler í íbúð.
2017 - útitröppur steyptar upp.
2018 - svalir viðgerðar og flotaðar.
2020 - skipt um gler í íbúð.
2022: Þak yfirfarið og lagað þar sem þurfti (settur kantur hjá svefnherbergisglugga fyrir aftan hús)
2023: Skipt alveg um annan kvistglugga, nýtt járn sett í kring, skipt um opnanlegt fag á hinum kvistglugga, nýir listar og nýtt járn sett í kring, þak málað fyrir framan og kringum glugga.
2024: Skólplögn endurnýjuð
Viðhald að innan: ● 2020: Nýtt eldhús, innbyggðir skápar teknir úr þremur svefnherbergjum.
● 2021: Nýr veggur settur upp í baði (milli svefnherbergis og sturtu), baðherbergi alveg gert upp með nýjum tækjum og innréttingum
● 2023: Skipt alveg um annan kvistglugga, skipt um opnanlegt fag og lista á hinum glugga (sjá að ofan)
● 2023: Máluð svalahurð og svalagluggar.
Allar nánari upplýsingar veitir:Dagbjartur Willardsson lgf hjá RE/MAX í s:
861-7507 eða á
daddi@remax.is- Ég býð upp á frítt söluverðmat á þinni eign og veiti góða og lipra þjónustu. -Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - breytilegt, sjá gjaldskrá á heimasíðum lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.