Guðrún Antonsdóttir fasteignasali og Lind fasteignasala kynna Stóra 2ja herbergja íbúð á efstu hæð með stórkostlegur útsýni, Íbúðin er að hluta til undir súð og því er gólfflötur stærri en uppfefnir fermetrar. Þvottahús er innan íbúðar og vinnuskot með þakglugga auk þess er sér bílastæði í lokuðum bílakjallara. Húsið hefur fengið gott viðhald síðustu ár.
Áætlað fasteignamat eignar fyrir 2026 er 58.000.000kr
Eignin skiptist í: Forstofu, vinnuaðstöðu, eldhús, stofu, svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Auk bílastæðis í bílakjallara.
Eignin skiptir í íbúð á hæð 73,7, geymsla í sameing 7,1fm og bílastæði í lokuðum bílakjallara 13fm, samtals 93,8fm
Nánari lýsing:
Forstofa með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Eldhús með hvítri innréttingu með efri og neðri skápum, bakaraofn og tengi fyrir uppþvottavél. Keramik helluborð og háfur. Flísar á gólfi.
Stofan er björt og opin inn í eldhús.Stórir gluggar með miklu útsýni.
Svefnherbergi er með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Baðherbergið er með innréttingu undir og við handlaug, baðkari, upphengdu salerni, handklæðaofni, opnanlegum glugga og flísum á gólfi og veggjum að mestu..
Þvottahús er innan íbúðarinnar með flísum á gólfi og opnanlegum glugga. Aðstaða fyrir þvottavél í vinnuhæð. Létt innrétting undir og við þvottavél. Stálvaskur.
Sérgeymsla er í sameign skráð fm, auk þess er mikið að súðargeymslurými inn í íbúðinni sjálfri.
Bílastæði í lokuðu bílastæðahúsi. Sameiginleg þvotta aðstaða í bílastæðahúsi þar sem hægt er að þvo og ryksuga bílinn,
Hjóla- og vagnageymsla: sameiginleg í kjallara.
Endurbætur seinustu ár:
2019-2021: Húsið tekið í gegn að utan, múrviðgerð og klætt. Svalir brotnar niður og byggðar aftur og sett ný handrið. Skipt um þak ásamt því að skipt var um alla glugga að undanskildum svefnhebergisglugga. Einnig skipt um gler í svalahurð.
2022: Skipt um mælagrind og loka við mælagrind. Allir þrýstimælum, hitamælum, tæmingum, einstefnulokum og öryggislokum skipt út.
2023: Ný rafmagnstafla í sameign og nýtt dyrasímakerfi.
2024: Bílageymsla máluð að utan og skipt um loftljós í sameign.
Húsgjöld eignarinnar eru 31.010 kr á mánuði , innifalið í húsgjöldum er almennur rekstur, hiti á íbúð, rafmagn í sameign, húseigandatrygging og þrif sameignar.
Frekari upplýsingar veitir Guðrún Antonsdóttir fasteignasali í síma 621-2020 eða á gudrun@fastlind.is