Djúpahraun 21, 805 Grímsnes- og Grafningshreppi. Um er að ræða 113,3 fm. sumarhús þar af er geymsla 4,7 fm. Húsið er staðsett á 7.400 fm eignarlóð í landi Miðengis í Grímsnes og Grafningshreppi. Að utan er húsið klætt með lituðu járni en þakpappi er á þaki. Útihurðir og gluggar eru úr ál/tré. Húsið stendur á steyptri plötu. Að innan er sumarhúsið þrjú svefnherbergi þar af eitt með sér baðherbergi og fataherbergi, stofa og eldhús sem eru opin í eitt rými, baðherbergi og forstofa. Við sumarhúsið er verönd með heitum potti. Í húsinu er hitatúpa fyrir gólfhitan en varmaskiptir fyrir neysluvatnið.
Smelltu hér til að sjá staðsetningu á húsinu. Nánari lýsing: Forstofa: Flísar eru á gólfi.
Hjónaherbergi: Flísar eru á gólfi, innaf hjónaherberginu er baðherbergi og fataherbergi bæði flísalagt. Útgengt er út á verönd úr fataherberginu.
Baðherbergi innaf hjónaherbergi: Á baðinu er innrétting með vask, upphengt salerni og walk-in sturta.
Tvö svefnherbergi: Bæði með flísum á gólfi.
Eldhús: Hvít snyrtileg innrétting með granít borðplötu.
Stofa: Björt og opin stofa með flísum á gólfi. Útgengt er um rennihurð á verönd.
Baðherbergi: Innrétting með vask, salerni og sturtuklefa. Útgengt er af baðherberginu útá verönd.
Geymla/inntaksrými: Sérinngangur.
Seljandi eignaðist eignina á uppboði, og þekkir ekki ástand hennar umfram það sem kemur fram í opinberum upplýsingum. Gólfhitakerfi er óvirkt og mögulega lekur. Skorað er á tilboðsgjafa að kynna sér ástand eignarinnar ítarlega.