Fasteignaleitin
Skráð 18. des. 2025
Deila eign
Deila

Djúpahraun 21

SumarhúsSuðurland/Selfoss-805
113.3 m2
4 Herb.
2 Baðherb.
Verð
62.000.000 kr.
Fermetraverð
547.220 kr./m2
Fasteignamat
52.500.000 kr.
Brunabótamat
73.650.000 kr.
Mynd af Steindór Guðmundsson
Steindór Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2022
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2344755
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Upphaflegar
Frárennslislagnir
Upphaflegar
Gluggar / Gler
Áltré gluggar og huyrðir
Þak
Dúkur á þaki.
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Timburverönd
Lóð
100
Upphitun
Gólfhitalagnir bilaðar
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Gólfhitakerfi er óvirkt og mögulega lekur.  Svalahurðir á baðherbergi og fataherbergi sem og útihurð á geymslu þarfnast viðhalds.  Loftaklæðning á einum stað laus endi og skemmd í einu borði.  Skemmd í flís við rennihurð.  Innihurð á baðherbergi tekur niður í gólf. Skemmd í hurðarkarmi við útihurð á baðherbergi. 
Seljandi eignaðist eignina á uppboði, og þekkir ekki ástand hennar umfram það sem kemur fram í opinberum upplýsingum. Skorað er á tilboðsgjafa að kynna sér ástand eignarinnar ítarlega.
Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali og HÚS fasteignasala kynna í sölu sumarbústaðinn Djúpahraun 21, Grímsnes- og Grafningshreppi.  Nýlegur 113,3 fm sumarbústaður á 7.400 fm eignarlóð úr landi Miðengis.  Timburverönd með rafmagnshitapotti.  

Bústaðurinn er  alls 113,3 fm,  þar af er 4,7 fm geymsla sem er sambyggð bústaðnum. Steyptur sökkull.  Steypt gólfplata með gólfhitalögnum. Að utan er húsið klætt með liggjandi bárujárni.  Ál/tré gluggar.  Dúkur á þaki.  Útilýsing. Stór timburverönd á steyptum undirstöðum. 

Innra skipulag.
Rúmgóð forstofa.
Innaf forstofu er baðherbergi með sturtu, handklæðaofni,upphengdu salerni og tengi fyrir þvottavél.  Flísar eru á veggjum í sturtu og við salerni. Af baðinu er útgengt á verönd og er heiti potturinn þar fyrir utan. 
Tvö rúmgóð svefnherbergi auk hjónaherbergis með sérbaðherbergi og fataherbergi og útgengi á verönd.  Baðherbergið er með sturtu, innréttingu og upphengdu salerni.  Flísar eru á veggjum í sturtu og við salerni. 
Eldhús og stofa er opið í eitt.  Stór gólfsíður gluggi er á stofu og eldhús þar sem einnig er rennihurð út á verönd.    
Öll gólf eru flísalögð. Upptekin loft í öllum rýmum.  Að innan er húsið klætt með gifsi.   Hvítar innihurðar. 

Tæknirými/geymsla er sambyggt húsinu þar sem er hitakútur og hitakerfi.  Heitur pottur er hitaður upp með rafmagni. 

Símahlið er inn á svæðið.  Lóðin  7.400 fm. kjarri vaxin eignarlóð.   Hitaveita er á svæðinu en hefur ekki verið tekin inn. Bílaplan er ekki fullgert. 

Hringið og bókið skoðun.

Nánari upplýsingar veitir Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali  s. 862 1996  steindor@husfasteign.is  

,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"       
                                                                                                          
 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati.   (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, breytilegt. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Gilvegur 4
Skoða eignina Gilvegur 4
Gilvegur 4
805 Selfoss
129 m2
Sumarhús
414
464 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Skoða eignina Djúpahraun 21
Skoða eignina Djúpahraun 21
Djúpahraun 21
805 Selfoss
113.3 m2
Sumarhús
413
547 þ.kr./m2
62.000.000 kr.
Skoða eignina Djúpahraun 21
Skoða eignina Djúpahraun 21
Djúpahraun 21
805 Selfoss
113.3 m2
Sumarhús
423
547 þ.kr./m2
62.000.000 kr.
Skoða eignina Hraunsalir 18
Skoða eignina Hraunsalir 18
Hraunsalir 18
805 Selfoss
85.6 m2
Sumarhús
313
688 þ.kr./m2
58.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin