Skeifan og Halldór fasteignasali kynna í einkasölu: Snyrtilega þriggja herbergja íbúð á 3 efstu hæð við Ástún 12 í Kópavogi, stutt er í leik- og grunnskóla og aðra helstu þjónustu.
Íbúðinni fylgir um 9fm geymsla í með glugga í sameign sem ekki er skráð inní fm íbúðar.
Nánari upplýsingar veitir HALLDÓR / Sími: 618-9999 / HALLDÓR@SKEIFAN.ISLýsing eignar:Forstofa án gólfena með fatahengi.
Hjónaherbergi útgengt út á svalir til norðurs.
Barnaherbergi með gluggum til norðurs, fataskápur er á gangi.
Stofa, borðstofa og eldhús eru í opnu alrými með gluggum til austurs og útgengi út á svalir.
Eldhús með nýlegri hvítri innréttingu með eyju í miðju eldhúsinu, nýleg eldunartæki.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum að hluta, baðkari og nýlegri innréttingu með vaski, skáp og handklæðaofni.
Þvotthússaðstaða er innan íbúðar á vinstri hönd er komið er inní íbúðina. Geymsla er í kjallara hússins sem og hjóla og vagna geymsla. Hverri íbúð í húsinu fylgir eitt merkt bílastæði við húsið.
Gólfefni íbúðarinnar er parket, harðparket og flísar en í forstofu vantar gólfefni.
Að sögn seljanda: Árið 2021 var hafist handa við viðgerðir á húsinu að utan og kláruðust þær framkvæmdir nánast allar sumarið 2023. Skipt var um teppi í stigagangi. Hússjóður stendur vel og eru 3 leigurými sem tilheyrir sameign hússins þar sem leiga rennur í hússjóð.
Um er að ræða góða og vel staðsetta eign, örstutt í leik- og grunnskóla og öll önnur þjónusta skammt frá.Nánari upplýsingar veitir HALLDÓR / Sími: 618-9999 / HALLDÓR@SKEIFAN.ISEignin er mögulega ekki í samræmi við samþykktar teikningar
Kaupendur greiða skipulagsgjald þ.e 0,3% af endanlegu brunabótamati þegar það verður innheimt.
Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.700 kr fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Skeifan fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.