Fasteignaleitin
Skráð 20. nóv. 2024
Deila eign
Deila

Fljótasel 28

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Breiðholt-109
197.8 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
117.500.000 kr.
Fermetraverð
594.034 kr./m2
Fasteignamat
104.850.000 kr.
Brunabótamat
86.130.000 kr.
Mynd af Árni Björn Kristjánsson
Árni Björn Kristjánsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1978
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2056933
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta / sjá ástandsyfirl.
Raflagnir
Endurnýjað að hluta / sjá ástandsyfirl.
Frárennslislagnir
Endurnýjað að hluta / sjá ástandsyfirl.
Gluggar / Gler
Endurnýjað að hluta / sjá ástandsyfirl.
Þak
Endurnýjað 2004 sjá ástandsyfirl. seljanda
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Mikið endurnýjað raðhús á tveimur hæðum með bílskúr við Fljótasel í hinu vinsæla Seljahverfi

* Frábær fjölskyldueign
* 4 svefnherbergi
* Fallegur pallur
* Mjög vel viðhaldin eign

EIGN SEM ER VERT AÐ SKOÐA!


Nánari upplýsingar veita:
Árni B. Kristjánsson B.A í lögfræði / Lgf í síma nr 616-2694 arni@palssonfasteignasala.is
www.eignavakt.is
www.verdmat.is 

Samkv. Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 197.8 m2. 

Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu og borðstofu, eldhús, fjögur svefnherbergi, sjónvarpshol, baðherbergi, gestasalerni, þvottahús/geymsla og bílskúr í bílskúrslengu. 

Nánari lýsing á eign:
Neðri hæð
Forstofa er rúmgóð með nýlegum tvöföldum fataskáp. Fallegar flísar á gólfi. 
Gestasalerni er inn af forstofu, var endurnýjað 2005. Upphengt salerni og snyrtileg innrétting. 
Gestaherbergi er inn af forstofu. Korkur á gólfi.
Eldhúsið hefur verið endurnýjað að öllu leiti. Árið 2005 var sett upp ný innrétting frá HTH og flísalagt. Nýlegur Miele ofn ásamt Miele spanhelluborði. Nýleg ELICA vifta. Eldri uppþvottavél sem fylgir með og pláss fyrir tvöfaldan ísskáp. Flísar á gólfi. Hægt að ganga inn í eldnús frá stofu og holi. 
Stofan er mjög rúmgóð og björt og skiptist í borðstofu og setustofu. Gegnheilt parket er í stofu. 
Sólstofa er rúmgóð og er ekki inn í fermetratölu hússins. Búið er að endurnýja glugga og gler í húsinu nema í sólstofu en þar er aðeins búið að endurnýja loftglugga. Flísar á gólfi.
Bakgarður hússins er virkilega skemmtilega uppsettur. Stór og góður viðarpallur sem var stækkaður 2021. Geymsluskúr frá Costco og grillskýli. Möl var sett í stað fyrir gras og rafmagn leitt út í garð. Virkilega vel heppnaðar breytingar framkvæmdar af Lóðaþjónustunni. 

Efri hæð
Fallegur stigi leiðir upp á efri hæðina með teppi. Nýlegt sérsmíðað handrið.
Komið er upp í rúmgott sjónvarpshol.
Svefnbergi á hæðinni eru þrjú, stór fataskápur er í hjónaherbergi og þaðan er einnig útgengt út á skjólgóðar svalir. Nýlegt parket er á öllum herbergjum og sjónvarpsholi.
Baðherbergið á hæðinni er nýlega uppgert. Walk in sturta, vegghengt WC, extra stórt baðkar, falleg innrétting og flísalagt í hólf og gólf. Virkilega smekklega gert. 
Rúmgott þvottahús og geymsla er á hæðinni en geymslan er ekki inn í fermetratölu hússins.

Fallegt aðgengi að húsi. Svæðið fyrir framan hús var endurnýjað 2008. Aðgengi var breytt, sett upp grindverk og sett skrautsteypa, hitabræðsla og rafmagn sett upp auk vatnskrana. 

Bílskúr fylgir með eigninni í bílskúrslengju. Bílskúrshurð verið endurnýjuð og bílskúrinn lítur mjög vel út. Búið að leggja þriggja fasa rafmagn í bílskúr fyrir hleðslustöð

Helstu framkvæmdir:
2002 Gafl klæddur með steni
2004 þak endurnýjað. Þak yfirfarið 2024 og settir nýir rafstýrðir þakgluggar.
2005 Eldhús endurnýjað
2005 Gestasalerni endurnýjað
2008 Útisvæði að framan endurnýjað
2010 sameiginlegt útisvæði fyrir framan húsið endurnýjað og sett snjóbræðslukerfi í gangstéttar
2011 bakgarður endurnýjaður. Árið 2021/2022 var pallurinn stækkaður
2015 ný bílskúrshurð frá Héðni
2018 var skipt um glugga á neðri hæðinni (nema sólstofu). K-gler í stofuglugga. PCV gluggakarma. Árið 2019 voru settir nýjir gluggar og ný svalahurð á efri hæðina. K-gler og PCV gluggakarmar frá Gluggavinum.
2022 nýtt parket á efri hæð. 
2023 nýtt teppi á stiga og sérsmíðað handrið.
2024 milliloft lagfært í bílskúr, ný ljós á vegg og dúkur lagður á gólf.

Allt rafmagn verið yfirfarið og skipt úr tísínó í EU klær í öllu húsinu í gegnum árin. Ný eldhústæki Míele ofn, spansuðuhella. Miela uppþvottavél sem er eldri. Ný vifta.


Húsið er vel staðsett í vinsælu og barnvænu hverfi. Stutt er í skóla, leikskóla og alla aðra þjónustu.

Góð ráð fyrir kaupendur / seljendur

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1985
21 m2
Fasteignanúmer
2056933
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
6.830.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Flúðasel 86
Skoða eignina Flúðasel 86
Flúðasel 86
109 Reykjavík
219 m2
Raðhús
826
533 þ.kr./m2
116.700.000 kr.
Skoða eignina Kambasel 83
3D Sýn
Skoða eignina Kambasel 83
Kambasel 83
109 Reykjavík
184.1 m2
Fjölbýlishús
715
640 þ.kr./m2
117.900.000 kr.
Skoða eignina Engjasel 76
Bílskúr
Skoða eignina Engjasel 76
Engjasel 76
109 Reykjavík
219.2 m2
Raðhús
726
547 þ.kr./m2
119.900.000 kr.
Skoða eignina Kambasel 23
Skoða eignina Kambasel 23
Kambasel 23
109 Reykjavík
179.5 m2
Raðhús
614
668 þ.kr./m2
119.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin