4ra herbergja efri sérhæð í steyptu tvíbýli við Aðalstræti 5 á Akureyri - samtals 127,2 m²
Íbúðin skiptist í tvær forstofur, aðalinngang og bakdyrainngang, hol, tvöfalda stofu, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi auk sérgeymslu í kjalla og sameiginlegs þvottahúss og geymslurýmis í kjallara.
Aðalinngangur er frá Aðalstrætinu á vesturhlið hússins og þar er farið upp steyptar tröppur. Á austurhlið hússins er bakdyrainngangur hvar komið er inn á jarðhæð hússins, og þaðan er stigi upp í eldhúsið. Hol er í miðri íbúðinni og þar er plastparket á gólfum og úr holinu er farið inn í öll rými hæðarinnar. Eldhúsið er með plastparketi á gólfi og málaðri upprunalegri innréttingu. Stofan er tvöföld með plastparketi á gólfi. Vængjahurð er á milli stofuhlutanna og er annar hlutinn nýttur sem þriðja svefnherbergið í dag. Svefnherbergin eru tvö, bæði með plastparketi á gólfi og úr öðru þeirra er útgangur á svalir til suð-vesturs. Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja, ljósri innréttingu og sturtuhorni. Opnanlegur gluggi er á baðherberginu.
Úr eldhúsinu er stigi niður að bakdyrainngangi (sérinngangi). Þaðan er svo farið niður í kjallara og þar er sameiginlegt þvottahús, sérgeymsla og rúmgott sameiginlegt geymslurými. Útgangur er úr kjallara í garð. Lóðin er gróin og í óskiptri sameign. Núverandi eigendur hússins hafa skipt lóðinni þannig með sér að neðri hæð er með steypt bílastæði norðan við húsið og efri hæðin er með malborið bílaplan á suðu-vesturhorni lóðarinnar.
Annað - Þak var endurnýjað árið 2014 - Sér hiti og rafmagn er fyrir íbúðina. - Tveir sérinngangar eru inní íbúðina. - Ljósleiðari er kominn inn og tengdur. - Gott útsýni er frá húsinu - skemmtilega staðsett eign í Innbænum. - Eignin þarfnast einhverra endurbóta.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Byggt 1948
127.2 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2144626
Húsgerð
Hæð
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Gamlar
Raflagnir
gamlar
Frárennslislagnir
óþekkt
Gluggar / Gler
Gamalt
Þak
Endurnýjað 2014
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Til suðurs
Lóð
53,41
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Ofnar eru gamlir og að þeim liggja eirlagnir. Gluggar og gler er að stærstum hluta komið á tíma. Eldhús er upprunalegt.
4ra herbergja efri sérhæð í steyptu tvíbýli við Aðalstræti 5 á Akureyri - samtals 127,2 m²
Íbúðin skiptist í tvær forstofur, aðalinngang og bakdyrainngang, hol, tvöfalda stofu, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi auk sérgeymslu í kjalla og sameiginlegs þvottahúss og geymslurýmis í kjallara.
Aðalinngangur er frá Aðalstrætinu á vesturhlið hússins og þar er farið upp steyptar tröppur. Á austurhlið hússins er bakdyrainngangur hvar komið er inn á jarðhæð hússins, og þaðan er stigi upp í eldhúsið. Hol er í miðri íbúðinni og þar er plastparket á gólfum og úr holinu er farið inn í öll rými hæðarinnar. Eldhúsið er með plastparketi á gólfi og málaðri upprunalegri innréttingu. Stofan er tvöföld með plastparketi á gólfi. Vængjahurð er á milli stofuhlutanna og er annar hlutinn nýttur sem þriðja svefnherbergið í dag. Svefnherbergin eru tvö, bæði með plastparketi á gólfi og úr öðru þeirra er útgangur á svalir til suð-vesturs. Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja, ljósri innréttingu og sturtuhorni. Opnanlegur gluggi er á baðherberginu.
Úr eldhúsinu er stigi niður að bakdyrainngangi (sérinngangi). Þaðan er svo farið niður í kjallara og þar er sameiginlegt þvottahús, sérgeymsla og rúmgott sameiginlegt geymslurými. Útgangur er úr kjallara í garð. Lóðin er gróin og í óskiptri sameign. Núverandi eigendur hússins hafa skipt lóðinni þannig með sér að neðri hæð er með steypt bílastæði norðan við húsið og efri hæðin er með malborið bílaplan á suðu-vesturhorni lóðarinnar.
Annað - Þak var endurnýjað árið 2014 - Sér hiti og rafmagn er fyrir íbúðina. - Tveir sérinngangar eru inní íbúðina. - Ljósleiðari er kominn inn og tengdur. - Gott útsýni er frá húsinu - skemmtilega staðsett eign í Innbænum. - Eignin þarfnast einhverra endurbóta.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.