Fasteignaleitin
Skráð 17. ágúst 2024
Deila eign
Deila

Vesturholt 3

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-220
220 m2
6 Herb.
6 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
119.900.000 kr.
Fermetraverð
545.000 kr./m2
Fasteignamat
104.450.000 kr.
Brunabótamat
92.180.000 kr.
Mynd af Páll Pálsson
Páll Pálsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1993
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2080468_1
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Endurnýjað að hluta
Þak
Sagt í lagi
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
1
Upphitun
Hitaveita - sér mælir
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Það lekur inn með báðum útidyrum og það er smá rakaskemmd í parketi inn í stofu, sennilega eftir þakviðgerðir síðasta vetur eða leki frá útidyrahurð.
Kvöð / kvaðir
Aðgangsréttur eignar 0101 að inntaki sem er í rými 0104 sem tilheyrir eingar 0201.
Glæsileg og vel skipulögð 7 herbergja efri hæð og hluti jarðhæðar í góðu tvíbýlishúsi á fallegum útsýnisstað í Vesturholtinu í Hafnarfirði. Glæsilegt útsýni rétt við golfvellinn Keili.

** 6 rúmgóð svefnherbergi
** Glæsilegt útsýni
** Aukin lofthæð í stofu og borðstofu
** Miklar endurbætur síðustu ár bæði innan og utan húss
** Möguleiki að gera jarðhæð að séríbúð


Nánari upplýsingar veita:
Páll Pálsson lgf. í síma nr. 775-4500 eða palli@palssonfasteignasala.is

www.eignavakt.is
www.verdmat.is 
Góð ráð fyrir kaupendur / seljendur

Birt stærð skv. Þjóðakrá Íslands er 220 m2, þar af bílskúr 26,8 m2

Eignin skiptist í annars vegar efrihæð; anddyri, hol, stofu/borðstofu, eldhús, 4 svefnherbergi, baðherbergi og hins vegar jarðhæð; 2 svefnherbergi, baðherbergi, geymsluherbergi og bílskúr.

Nánari lýsing:
Gengið er upp tröppur sem hafa verið klæddar að hluta og gefur það gott skjól á stórum svölum sem eru fyrir framan innganginn.
Efri hæð:
Anddyri er með góðum skápum og handklæðaofni. Flísar á gólfum.
Hol, borðstofa og stofa eru samliggjandi, stórir gluggar í stofu með glæsilegu útsýni. Aukin lofthæð. Parket á gólfum
Eldhús er með nýlegri hvítglans innréttingu, viðarborðplötu, eldavél, bakaraofn, viftu, vaski og blöndunartækjum. Góður borðkrókur.
Þvottahús er inn af eldhúsi með góðum hirslum, innréttingu með plássi fyrir tvær þvottavélar og þurkara, vaskur og blöndunartæki. Flísar á gólfum.
Svefnherbergi I er rúmgott með góðum fataskáp. Geymsluloft. Parket á gólfum
Svefnherbergi II er rúmgott með fataskáp og gluggum á tvo vegu. Parket á gólfum
Svefnherbergi III er rúmgott hjónaherbergi með góðum fataskápum og útgengt á svalir. Parket á gólfum.
Svefnherbergi IV er rúmgott með fataskáp. Parket á gólfum.
Baðherbergi I er nýlega uppgert, flísar í hólf og gólf, vegghengt klósett, baðkar, fallegur handklæðaofn, sturta með vönduðum tækjum, hvít handlaug, góð viðarinnrétting með góðu skápaplássi og speglaskápum.
Þvottahús er inn af eldhúsi með góðum hirslum, innréttingu með plássi fyrir tvær þvottavélar og þurrkara, vaskur og blöndunartæki. Flísar á gólfum.
Neðri hæð:
Gengi er úr holi niður hringstiga að herbergisgangi. Einnig er sérinngangur á jarðhæð.
Svefnherbergi V er rúmgott með góðum glugga og fataskáp. Parket á gólfum.
Svefnherbergi VI er rúmgott með fataskáp og hornglugga. Parket á gólfum.
Baðherbergi II er nýlegt uppgert, flísar í hólf og gólf, hvít innrétting með hvítri handlaug, vegghengt klósett, sturtuklefi og handklæðaofn.
Geymsluherbergi hefur verið útbúið með því að opna inn í bílskúr og setja gólf og veggi. Hefur einnig verið nýtt sem herbergi. Parket á gólfum.

Áður hafði verið sér íbúð á jarðhæðinni þar sem var eldhús og annað svefnherbergið var stofa. Hægt er að loka aftur á milli og útbúa sér íbúð á ný.

Bílskúr er með gönguhurð og bílskúrshurð og er í dag nýttur sem góð geymsla. Hluti hefur verið stúkaður af og gerður að herbergi sem aðgengilegt er frá jarðhæð.
Gróinn sameiginlegur garður og hellulagt bílaplan

Framkvæmdir síðustu ár
** Eldhús endurnýjað 2018 og nýjar flísar
** Þvottahús endurnýjað 2018 og allt málað að innan
** Hringstigi settur og opnað á milli 2018
** Nýjir fataskápar 2018
** Bæði böð tekin í gegn 2019
** Húsið múrað og málað 2021
** Ný gólfefni lögð 2021
** Skipt hefur verið um botnstykki á svefnherbergis gluggum á suðurhlið
** Skipt um þakjárn og pappa 2023

Vesturholt 3, eign merkt 0201, er sérlega vel skipulögð og rúmgóð eign með mörgum svefnherbergjum á góðum stað í Vesturholti Hafnarfjarðar. Stórglæsilegt útsýni og stutt í flesta þjónustu, leikskóla, skóla og matvöruverslun. 
 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
28/11/2024104.450.000 kr.119.000.000 kr.220 m2540.909 kr.
20/01/201746.600.000 kr.54.000.000 kr.220 m2245.454 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 1993
26.8 m2
Fasteignanúmer
2080468
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
04
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
8.930.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Smyrlahraun 35
Bílskúr
Skoða eignina Smyrlahraun 35
Smyrlahraun 35
220 Hafnarfjörður
233.8 m2
Raðhús
515
500 þ.kr./m2
117.000.000 kr.
Skoða eignina Stekkjarkinn 9
Bílskúr
Skoða eignina Stekkjarkinn 9
Stekkjarkinn 9
220 Hafnarfjörður
235.4 m2
Einbýlishús
514
556 þ.kr./m2
131.000.000 kr.
Skoða eignina Álfholt 20
Skoða eignina Álfholt 20
Álfholt 20
220 Hafnarfjörður
208.8 m2
Raðhús
714
526 þ.kr./m2
109.900.000 kr.
Skoða eignina Stekkjarhvammur 7
Bílskúr
Stekkjarhvammur 7
220 Hafnarfjörður
183.2 m2
Raðhús
615
638 þ.kr./m2
116.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin