Lögeign kynnir eignina Birkihraun 10, 660 Mývatn.
Birkihraun 10 er vel skipulagt 4 herbergja, 80m2 einbýlishús á einni hæð í Reykjahlíð, Mývatnssveit. Húsið er byggt úr timbri árið 1980. Góð verönd í kringum húsið og nýlegur 55m2 timburverönd og 15 m2 garðhýsi.
Eignin samanstendur af forstofu, eldhúsi, stofu, borðstofu, þremur svefnherbergjum, baðherbergi og þvottahúsi/geymslu.
Nánari lýsing
Forstofa er flísalögð með fatahengi, ágætlega rúmgóð.
Eldhús Hvít snyrtileg innrétting frá HTH með góðu skáp- og bekkjaplássi. Gólfhiti er í gólfum
Stofa og borðstofa Er ágætlega rúmgóð með góða glugga til suðurs og vesturs
Svefnherbergi Eru þrjú, tvö með fataskápum.
Baðherbergi Flísalagt með gólfhita, innangeng sturta og veggir klæddir með Fibo-Trespo baðklæðningu. Opnanlegur gluggi er og er innrétting hvít með góðu skápaplássi.
Geymsla/þvottahús - er inn af forstofu, málað gólf, ágætt hillupláss og skápapláss, vaskur og filmaðar innréttingar
Annað
- Húsið var endurnýjað að miklu leyti árið 2018, var þá skipt um öll gólfefni, og sett harðparket á herbergi og alrými og settur gólfhiti á baðherbergi og í eldhúsi. Samhliða var skipt um alla ofna.
- Sett var 15m2 garðhús í garðinn með tvöfaldri hurð og parketi árið 2019.
- Smíðaður 55m2 pallur við húsið árið 2020
Brunabótamat hússins er 38.250.000 kr. og fasteignamat ársins 2026 er 27.200.000 kr.
Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu Hermann@logeign.is og Hinrik Marel Jónasson Lund lgf., í síma 835-0070 eða netfanginu hinrik@logeign.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á