Fasteignasalan Hvammur 466 1600
Snægil 13 íbúð 101 - 4ra herbergja íbúð á jarðhæð í fjórbýli í Giljahverfi auk 29,0 m² bílskúrs. Heildarstærð eignar er 131,1 m²Eignin skiptist í forstofu, þvottahús, geymslu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, stofu og eldhús. Úr stofu er gengið út á hellulagða verönd.
Forstofa er með flísum á gólfi og þreföldum skáp.
Eldhús, tvílit innrétting, spónlögð og sprautulökkuð og með flísum á milli skápa. Stæði er í innréttingu fyrir uppþvottavél og ísskáp.
Stofa er björt og með ljósu parketi á gólfi. Gengið er úr stofu til vesturs út á hellulagða verönd.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með ljósu parketi parketi á gólfi og föstum fataskápum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja, hvít innrétting, baðkar með sturtutækjum og opnanlegur gluggi.
Þvottahús er inn af forstofu. Þar er dúkur á gólfi og bekkur með vask. Inn af þvottahúsi er geymsla.
Geymsla er með ljósum dúk á gólfi. Gluggi er á geymslu og gæti hún því vel nýst sem fjórða svefnherbergið.
Bílskúr er skráður 29,0 m² að stærð og austastur af þeim þremur sem eru. Flísar eru á gólfi og innkeyrsluhurðin er með rafdrifnum opnara. Geymsluloft er yfir um helming.
Annað- Sameignlegt geymsluloft er yfir íbúðum á efri hæð.
- Sameiginlegur geymsluskúr er fyrir framan húsið.
- Eignin er í einkasölu
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.