Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala kynnir til sölu glæsileg, nýuppgerð 120,8 fermetra 3ja herbergja
íbúð með tvennum svölum á 1. hæð í vel staðsettu fjölbýlishúsi við
Álfheima í Reykjavík. Húsið er byggt eftir teikningu Sigvalda
Thordarssonar arkiteks, íbúð endurhönnuð af Steinþóri Kára arkitekt.
Eigninni fylgir 12,7 fermetra rúmgott og parketlagt íbúðarherbergi á
jarðhæð með aðgengi að tveimur sameiginlegum baðherbergjum með glugga.
Einnig fylgir 15,4 fermetra sérgeymsla í kjallara hússins.
Íbúðin var endurnýjuð árið 2024 :
- Vandaðar, sérsmíðaðar innréttingar í eldhúsi með innbyggðum ísskáp,
innbyggðri þvottavél,
gaseldavél og tveimur ofnum.
- Vandaðar, sérsmíðaðar innréttingar í þvottaherbergi.
- Öll gólf í íbúðinni hafa verið flotuð.
- Vandað, massívt, parket er á gólfum lagt í fiskibeinamynstur, utan
votrýma.
- 3mm hljóðdúkur undir parketi.
- Baðherbergið er allt endurnýjað með baðkari og sturtu, öll tækin eru
frá Ísleifi.
- Terrasso flísar á gófli baðherbergis og þvottahergis.
- Raflagnir allar endurnýjaðar ásamt rafmagnstöflu.
- Lagnir endurnýjaðar í eldhúsi, þvottaherbergi og á baðherbergi.
- Nýtt gler og glerlistar í öllum gluggum að undanskildum þremur
veltigluggum.
- Nýjar hurðar úr mahony frá Brúnás innréttingum.
- Tvennar svalir með lerki; til suðurs út af stofunni/eldhúsi og til
norðurs út af hjónaherbergi.
- Öll íbúðin er öll nýmáluð hið innra af málarameistara.
Lýsing á hinni metnu eign:
Íbúðin er parketlögð í fiskibeinamynsti, að undanskildu þvottaherbergi
og baðherbergi.
Forstofa/hol, rúmgott og bjart.
Baðherbergi með stórum glugga, baðkar og sturta, sturtugler m/ hurð,
flísalagt að mestu. Öll tækin frá Ísleifi; vaskur með krómaðri grind,
upphengt salerni, handklæðaofn, blöndunartæki, baðkar.
Eldhús, bæði gengið inn í það úr stofu og holi. Mjög falleg og vönduð
grá innrétting frá Haecker úr Eirvík með hæglokum á hurðum og skúffum.
Innbyggður Miele ísskápur, innbyggð Miele uppþvottavél, Smeg
gashelluborð. Tveir ofnar, vaskur og blöndunartæki frá Ísleifi.
Þvottaherbergi, inn af eldhúsi, terrasso á gólfi, ný sérsmíðuð hvít
innrétting frá Haecker úr Eirvík, innrétting, upphækkuð stæði fyrir
þvottavélar í vinnuhæð, vaskur og blöndunartæki frá Ísleifi. Rennihurð
frá Haecker úr Eirvík með hljóðeinangrun skilur að þvottaherbergi og
eldhúsi.
Stofa, björt með stórum gluggum, útgengi á suður svalir með lerki,
ljósi í lofti og tenglum.
Hjónaherbergi, rúmgott eð Brúnás fataskápum á heilum vegg, svalir með
lerki til norðurs.
Barnaherbergi, rúmgott, rafmagnstenglar fyrir tvö barnarúm.
Íbúðarherbergi á jarðhæð, parketlagt, rúmgott með stórum glugga, Brúnás
fataskáp. Herberginu fylgir aðgengi að tveimur nýuppgerðum baðherbergjum
með sturtum og þvottavél.
Sameiginleg hjólageymsla með útgengi út í garðinn.
Í kjallara hússins:
Sérgeymsla 15,4 fm að stærð með góðri lofthæð, mikilli lýsingu og góðum
hillum.
Sameiginlegt lagnarými.
Húsið að utan að sögn seljanda var allt viðgert og málað árið 2020 og lítur vel út.
Þakjárn er nýlegt, rennur og niðurföll.
Lóðin er með nýlegri tyrfðri flöt, trjágróðri, afgirt, nýlega hellulagt
með hitalögn umhverfis húsið. Góð aðkoma, fjöldi bílastæða og
rafhleðslustöðvar.
Endurnýjað 2021: Aðallögn í húsinu,
Endurnýjað 2021: Drenið meðfram öllu húsinu.
Staðsetning er í nálægð við Laugardalinn, verslun, skóla og þjónustu.
FyrirvararÍ lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
25/05/2021 | 48.500.000 kr. | 45.000.000 kr. | 120.8 m2 | 372.516 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
105 | 122.9 | 115,9 | ||
101 | 127.3 | 114,9 | ||
105 | 85.2 | 117,9 | ||
101 | 150.9 | 108,9 | ||
101 | 108.4 | 125,9 |