Hraunhamar kynnir til sölu glæsilega og bjarta 3ja herbergja íbúð með sérinngangi á 1.hæð í fjölbýlishúsi fyrir 60 ára og eldri. (lyftuhús) Fallegt útsýni er frá íbúðinni til s-vesturs, voginn ofl. (sjávar)Eignin er samtals 130,9 fm og þar af er 6,9 fm geymsla. Að auki fylgir stór sólskáli (yfirbyggðar svalir/verönd) sem er ekki í fermetratölu eignar. Einstök staðsetning við sjávarsíðuna. (voginn)
Laus strax og til sýnis.Nánari lýsing : Forstofa : rúmgóð með skáp og flísum á gólfi
Eldhús : opið rými inn í eldhúsi, eikarinnrétting með granít borðplötu, keramik helluborð, ísskápur og uppþvottavél frá AEG.
Stofa : björt og góð stofa með útgengt út á rúmgóðar yfirbyggða verönd.
Baðherbergi : flísalagt í hólf og gólf, góður sturtuklefi, Innaf baðherbergi er þvottahús.
Hjónabergi : Stórt og rúmgott með góðu skápaplássi.
Svefnherbergi : Óvenju rúmgott með góðu skápaplássi.
Gólfefni eru parket og flísar. Vandaðar innréttingar. Kaupandi greiðir að auki 1% af kaupverði til Samtaka aldraðra.
Nánari upplýsingar veita :
Hlynur Halldórsson löggiltur fasteignasali s: 698-2603 eða hlynur@hraunhamar.is
Valgerður Ása Gissurardóttir löggiltur fasteignasali s. 791-7500 eða vala@hraunhamar.is
Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 helgi@hraunhamar.isSkoðunarskylda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í fararbroddi í rúm 40 ár. – Hraunhamar.is
Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.