SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*GLÆSILEG SÉRBÝLI Á EINNI HÆÐ Í EKTA SPÆNSKUM BÆ STUTT FRÁ ALICANTE* Falleg, rúmgóð og vel skipulögð sérbýli á einni hæð í Daya Nueva, fallegum spænskum bæ, stutt frá Alicante. Góð verönd út frá stofu, sérgarður með einkasundlaug. Um 30 mín akstur frá Alicante, 10-20 mín akstur niður á ströndina í Guardamar eða La Marina. Fjölmargir góðir golfvellir í næsta nágrenni. Örstutt labb í lokal veitingastaði í bænum, en stutt í stærri bæi eins og Almoradi (4km), Guardamar (15km), Rojales (6km) og Torrevieja (20km). Fallega gróið umhverfi með göngu-og hjólaleiðum. Húsið er vel skipulagt með góðu alrými, þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. FRÁBÆRT VERÐ
Allar upplýsingar gefa Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali,adalheidur@spanareignir.is. GSM 893 2495 OG
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur, karl@spanareignir. GSM 777 4277Nánari lýsing:Húsið skiptist í gott eldhús, með góðri tengingu við stofu og borðstofu í rúmgóðu alrými. Góð lofthæð með fallegri ofanbirtu.
Hjónasvíta með sér baðherbergi og góðu fataherbergi. Tvö svefnherbergi til viðbótar, auka baðherbergi og rúmgott þvottahús/geymsla.
Út frá stofunni er stór verönd og góður, lokaður garður með flottri aðstöðu til að njóta sólar og grilla. Einkasundlaug. Kjörin aðstaða til að njóta útiveru í góðu veðri allt árið.
Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun. Möguleiki á þaksvölum.
Stæði fyrir bíl inni á lokaðri lóð.
Hér er um einstaka eign og staðsetningu að ræða, algjöra útivistarparadís í rólegu og fallegu umhverfi, en örstutt frá stöðum sem gaman er að heimsækja. Ekta staður fyrir þá sem vilja njóta útiveru í góðu veðri allt árið, eða jafnvel flytja alfarið í sólarparadísina á Spáni. Bærinn er umlukinn gróðursælum sítrónuekrum, ætiþistlaræktun og fallegri náttúru.
Ótal góðir golfvellir á svæðinu.
Verð frá 332.000 Evrum. + kostn. (ISK. 48.100.000,- + kostn. miðað við gengi 1E=145 ISK)
Fyrri áfangar uppseldir, nýr áfangi kominn í sölu.
Hægt er að fá húsin afhent fullbúin húsgögnum og rafmagnstækjum gegn viðbótarkostnaði. þannig að allt verði tilbúið þegar flutt er inn.
Hagstæð fjármögnun í boði úr spænskum bönkum, sem auðveldar kaupin.
Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.
SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.
Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar:
www.spanareignir.isKostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir allt að 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í allt að 13%.
Eiginleikar: sér garður, einkasundlaug, air con,
Svæði: Costa Blanca, Daya Nueva,