Domusnova fasteignasala hefur fengið góða útsýnisíbúð að Blöndubakka 12 til einkasölu. Íbúðin er á efstu hæð með frábæru útsýni til vesturs úr stofu. Um er að ræða vel skipulagða 4ra herbergja íbúð sem er 105,6fm að stærð. Stutt er í leikskóla og skóla auk annarrar þjónustu s.s. Mjódd og Smáralind. 11fm aukaherbergi er í kjallara sem mögulegt er að leigja út þar sem sameiginlegt salerni er í kjallara.Þegar inn er komið er opið rými, forstofa sem er opin inn í eldhús og stofu. Herbergjagangur með þremur herbergjum er vinstra megin inn af forstofu og snúa herbergin í austur. Baðherbergi er einnig við ganginn. Aukabaðherbergi inn af forstofu hefur verið breytt og er með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Til hægri er opið rými stofu og eldhúss með útgengi á svalir og er þaðan gríðarlegt útsýni. Parket á herbergjum er komið nokkuð til ára sinna.
Stofa og eldhús eru í einu rými er með flísum á gólfi, útgengt á svalir til vesturs, innrétting er kominn til ára sinna.
Hjónaherbergi er með parketi og góðum skápum, snýr til austurs.
Tvö ágæt
barnaherbergi með parketi á gólfi og skápum snúa til austurs og er skápur í öðru þeirra.
Gangur og forstofa er með flísum á gólfi og í rými sem var gestasalerni er nú tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Baðherbergi er með ágætri innréttingu sem ekki er nýleg.
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands samtals 105,6 m2. í kjallara sameignar er 11,0 m2 herbergi/geymsla með glugga með aðgangi að sameiginlegri snyrtingu. Einnig er 6,8 m2 sérgeymsla staðsett innan sameignar í kjallara. Sameiginlegt þvottahús og vagna- og hjólageymsla er í kjallara í sameign.
Húsið hefur fengið eftirfarandi viðhald síðustu ár (upplýsingar frá seljanda):
2017 voru suðurhliðar klæddar og skipt um glugga þar sem þurfti, austurhlið endurmúruð og skipt um alla glugga, austurendi málaður.
2019 Vesturhlið viðgerð, skipt um gler í þessari íbúð (nema eldhúsglugga). Norðurhliðar viðgerðar, málað.
2021 skipt um krana í öllum stigagöngum (heit og kalt vatn).
2022 Skipt um þak.
2024 Klóaklagnir fóðraðar.
Leikskóli og grunnskóli eru í göngufæri og stutt í alla helstu þjónustu s.s. Mjódd og Smáralind.
Til að fá söluyfirlit sent
smellið hérNánari upplýsingar veita:Árni Helgason löggiltur fasteignasali / s.663 4290 / arni@domusnova.isSkrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.