Kolstaðir I, 371 Búðardal. Um er að ræða mjög sérstakt einbýlishús byggt 1915, sem stendur á 1.376 fm eignarlóð úr landi Kolsstaða í Miðdölum. Húsið er 2 hæðir og kjallari samtals 186.6 m2 að grunnfleti. Húsið er byggt úr steini en einangrað og klætt með járni að utan. Útveggir kjallara eru klæddir með steinflísum. Húsið er hitað með rafmagni, en hitaveita er í 200 m fjarlægð. Neysluvatn er sjálfrennandi úr brunni ofar í hlíðinni.
Nánari lýsing: Gengið er inn í forstofu á miðhæð. Þar á aðra hönd eru 2 samliggjandi stofur. Inn af forstofu er síðan eldhúsið. Tréstigi er úr forstofu upp á efri hæðina. Þar er rúmgóður stigapallur, 3 herbergi og snyrting. Sérinngangur er í kjallara.
Stofur: Timburgólf,gólffjalir og panelklæðning á veggjum og loftum. Eldhús: Parket á gólfi, hvít innrétting og borðkrókur. Herbergi: Timburgólf, gólffjalir. Panell á veggjum og í lofti. Kjallari: Óinnréttaður með steyptu gólfi og skiptist í 3 rými.
Húsið var klætt að utan og þakefni endurnýjað um síðustu aldamót. Gluggar og gler hefur verið endurnýjað á undanförnum árum. Allt hitakerfi utan ofnar er endurnýjað og unnið er að endurbótum innanstokks. Húsið er aldursfriðað sbr. 1. mgr. 29. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.
Hér er um áhugaverða eign með ríka sögu í fallegu umhverfi. Myndhöggvarinn Ásmundur Sveinsson ólst upp á Kolsstöðum og hjó hann bæjarnafnið listilega í stein sem er áfastur húsinu. Eignin bíður upp á mikla möguleiga, hvort sem er til útleigu, sem sumarhús eða til heilsárs nota.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 8650350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Kolstaðir I, 371 Búðardal. Um er að ræða mjög sérstakt einbýlishús byggt 1915, sem stendur á 1.376 fm eignarlóð úr landi Kolsstaða í Miðdölum. Húsið er 2 hæðir og kjallari samtals 186.6 m2 að grunnfleti. Húsið er byggt úr steini en einangrað og klætt með járni að utan. Útveggir kjallara eru klæddir með steinflísum. Húsið er hitað með rafmagni, en hitaveita er í 200 m fjarlægð. Neysluvatn er sjálfrennandi úr brunni ofar í hlíðinni.
Nánari lýsing: Gengið er inn í forstofu á miðhæð. Þar á aðra hönd eru 2 samliggjandi stofur. Inn af forstofu er síðan eldhúsið. Tréstigi er úr forstofu upp á efri hæðina. Þar er rúmgóður stigapallur, 3 herbergi og snyrting. Sérinngangur er í kjallara.
Stofur: Timburgólf,gólffjalir og panelklæðning á veggjum og loftum. Eldhús: Parket á gólfi, hvít innrétting og borðkrókur. Herbergi: Timburgólf, gólffjalir. Panell á veggjum og í lofti. Kjallari: Óinnréttaður með steyptu gólfi og skiptist í 3 rými.
Húsið var klætt að utan og þakefni endurnýjað um síðustu aldamót. Gluggar og gler hefur verið endurnýjað á undanförnum árum. Allt hitakerfi utan ofnar er endurnýjað og unnið er að endurbótum innanstokks. Húsið er aldursfriðað sbr. 1. mgr. 29. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.
Hér er um áhugaverða eign með ríka sögu í fallegu umhverfi. Myndhöggvarinn Ásmundur Sveinsson ólst upp á Kolsstöðum og hjó hann bæjarnafnið listilega í stein sem er áfastur húsinu. Eignin bíður upp á mikla möguleiga, hvort sem er til útleigu, sem sumarhús eða til heilsárs nota.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 8650350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.