Fasteignaleitin
Skráð 2. apríl 2025
Deila eign
Deila

Breiðamörk 23 íb 201

FjölbýlishúsSuðurland/Hveragerði-810
105.4 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
57.200.000 kr.
Fermetraverð
542.694 kr./m2
Fasteignamat
43.600.000 kr.
Brunabótamat
48.600.000 kr.
Mynd af Gunnar Biering Agnarsson
Gunnar Biering Agnarsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1955
Þvottahús
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2210114
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
St+hlaðið
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ekki vitað um nein vandamál
Raflagnir
Ekki vitað um nein vandamál
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Þarf að skoða
Þak
Ekki vitað um nein vandamál
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
VALBORG kynnir í einkasölu fjögurra herbergja íbúð við Breiðamörk 23, 810 Hveragerði.
Fornfrægt sex íbúða hús sem áður hýsti Kvennaskólann Hverabökkum, fyrsta húsmæðraskólann á Suðurlandi.
Eignin er samtals 105,4 m2 að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Íbúðin sjálf er 88,3 m2 en geymsla í kjallara er 17,1 m2. Mikil sameign fylgir.

Eignin telur alrými með eldhúsi, þrjú herbergi, gang, baðherbergi, geymslu og sameign í kjallara.
Eignin er staðsett í hjarta Hveragerðis. Góð bílastæði. 

Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.


Lýsing eignar:
Anddyri með póstkössum og dyrasíma á jarðhæð sem fjórar íbúðir deila.
Stigagangur upp á aðra hæð þar sem eru tvær íbúðir.
Komið er inn á gang sem tengir allar vistaverur íbúðarinnar.
Alrými er á vinstri hönd en þar er eldhús, stofa og borðstofa í einu rými.
Eldhúsinnrétting er L-laga, ofn, helluborð og vifta, tengi fyrir uppþvottavél, efri og neðri skápar.
Stofa og borðstofa með gluggum til austur og suðurs, útgengt út á m2 suðursvalir
Baðherbergi flísalagt í holf og gólf, handlaug, wc, baðkar með sturtuaðstöðu, tengi fyrir þvottavél.
Hjónaherbergi er rúmgott, góður fataskápur og gluggi til suðurs.
Barnaherbergi er rúmgott, gluggar til suðurs og vesturs.
Lítið herbergi, gæti nýst fyrir ungabarn eða sem skrifstofa.
Í kjallara er vagna- og reiðhjólageymsla, geymsla fyrir sameign, sameiginlegt þvottahús og einnig eru geymslur þar fyrir allar íbúðir í húsinu. Geymsla þessarar eignar er 17,1 m2.
Umhverfis húsið er veglegur garður. Norðan við húsið eru sameiginleg bílastæði.

Byggingarár hússins er skráð 1955 en því hefur verið breytt og það endurbætt í gegnum árin. Elstu heimilidir um þetta hús eru frá 1935, sjá neðar.

Ágrip um Kvennaskólann og Árnýju Filippusdóttur stofnanda hans:
"Saga skólans að Hverabökkum var alla tíð hörð og má telja hana meiri tilviljun en fyrirætlun, því í upphafi var skólahaldið fætt af þrá Árnýjar fyrir að eiga eigið skjól og fastan samastað. Húsið sem Árný byggði í Hveragerði var stækkað smám saman úr eins herbergis íbúð, í mörgum áföngum, þar til hann rúmaði sem best starfsemi skólans. Fyrsta námskeiðið sem Árný hélt að Hverabökkum var í ársbyrjun 1935. Oftast voru 14 stúlkur á námskeiðunum í einu, en stundum allt að tuttugu. Flestar voru þær á aldrinum 18-20 ára. Í byrjun var um þriggja mánaða námskeið að ræða en síðar var um heilan skólavetur að ræða og kennslugreinunum fjölgaði eftir því sem skólanum óx fiskur um hrygg.
Kennslugreinar við skólann voru meðal annars söngur, leikfimi, sund, matreiðsla, íslenska, heimilisbókhald, heilsufræði, danska, enska, skrift, ræðuflutningur og framkoma auk handavinnunnar. Mest var saumað úr gömlum flíkum, en dúkar voru saumaðir úr nýjum efnum. Kennt var frá klukkan 8 á morgnana og oft til klukkan 11-12 á kvöldin.

Árný sá sjálf um alla handavinnukennsluna, enda var hún jafnvíg á margt eins og að sauma hvítasaumsdúka, gera veggteppi, púða, knipla blúndur, vinna úr leðri, skera út, teikna, mála á postulín og margt fleira. Á kvöldin var unnið að handavinnu, hlustað á útvarpið, skipst á að lesa góðar bókmenntir eða spiluð sígild tónlist af grammófónsplötum, auk þess sem margir góðir gestir komu í heimsókn. Að loknu skólahaldi á vorin var haldin sýning og ýmsum góðum gestum var boðið eins og ráðherrum, þingmönnum, prestum, listamönnum og öðrum kennurum úr Hveragerði. Námsmeyjarnar sungu og fluttu ræður, stiginn var dans og boðið var upp á kaffi og kökur.

Árný fékk styrki og gjafir frá nokkrum aðilum til skólahaldsins, meðal annars fjórum sinnum frá Búnaðarsambandi Suðurlands, frá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands og styrki frá Alþingi, þrátt fyrir að skólinn hennar væri ekki formlega viðurkenndur sem húsmæðraskóli, heldur skólinn að Laugarvatni.
Ein bestu og gróskumestu ár skólans voru árin 1946-1953, þar sem skólinn var fyrst viðurkenndur á fjárlögum og kennarar komust á föst laun. Á þessum árum var skólinn ætið fullsetinn og komust færri að en vildu. Vefnaður bættist við námsgreinarnar sem var afar vinsælt fag, einnig félagsfræði og þjóðskipulagsfræði auk hinna hefðbundnu greina.
Eftir að húsmæðraskólinn á Laugarvatni stóðst opinberar kröfur og var rekinn með fullum ríkisstyrk átti Árný erfitt uppdráttar með fjárveitingu handa skólanum sínum. Styrkupphæðirnar voru misháar og oft fékk hún ekki nema sem nam tæplega 10% af því sem aðrir húsmæðraskólar fengu í styrk. Síðasta styrkveiting sem skráð er til skólans var skjalfest árið 1952. Nokkrir alþingismenn voru hliðhollir Árnýju og studdu hana eins og þeim frekast var unnt.

Árið 1955 var Árnýju tilkynnt að hún ætti að hætta skólahaldi. Segja má að skólahaldinu á Hverabökkum hafi endað á svipaðan hátt og það hófst, með öflum sem Árný réði ekki við.
Árný beitti ýmsum ráðum til að afla skólanum tekna. Á stríðaárunum setti Árný meðal annars upp veitingasölu á sumrin, þar sem hún matreiddi algengan heimilismat fyrir setuliðsmenn og seldi gegn vægu verði til að verða sér út um fé, auk þess að þvo af þeim þvotta.
Í erindi sem Árný flutti í heimsókn sinni að Kvennaskólanum að Blönduósi árið 1939 kemur fram viðhorf hennar til uppeldis- og menntunar er hún segir: „Takmark hvers nútímaskóla er kunnátta. Án þess að leggja fyllstu stund á kunnáttu nemenda sinna getur skólinn ekki haft þau menntandi áhrif, sem honum eru ætluð. Nemandinn vex og þroskast fyrst og fremst af því að keppa eftir sem mestri kunnáttu og leikni […] Námsafrekið er í því fólgið að tileinka sér undirstöðuatriðin nógu vel og velja svo erfiðari viðfangsefni stig af stigi, eftir því sem hæfileikarnir leyfa…“. Að mati Árnýjar byggðist kunnátta í handavinnu að nokkru leyti á ásköpuðum hæfileikum, en ekki síður á iðn og óþrjótandi námsvilja. Árný var óþrjótandi að útdeila heilræðum til nemenda sinna, bæði munnlega og skriflega.

Eftir 1946 tók Árný að sér að skrifa fyrirlestrarbækur um ýmis málefni. Sú viðamesta hét Félagsfræði eða þjóðskipulagsfræði. Önnur bók var ágrip af hagfræði og bar nafnið: Hvernig fæ ég búi mínu borgið. Aðrar bækur voru Hreinsun og pressun fata og Þvottur og ræsting. Auk bókanna skrifaði Árný langa lista af heilræðum og ritgerðarefnum. Samhliða námsefninu og ritgerðunum samdi Árný spurningar og svör. Fljótlega eftir að Árný fluttist að Hverabökkum gerðist Herbert Jónsson frá Akureyri heimilismaður hjá Árnýju og bjó hjá henni til æviloka. Herbert var fæddur 20. júlí árið 1903. Hann veiktist ungur af berklum og gekk ekki heill til skógar eftir það. Árný kynntist honum á Reykjahæli þegar hún hélt þar námskeið og féll vel við ljúfmennsku hans og létta lund og réði hann því til skólans. Þar kenndi hann dönsku, ensku, reikning og íslensku. Herbert var vinsæll maður sem gekk undir nafninu „borgarstjórinn“ í Hveragerði. Segja má að Herbert hafi verið Árnýju stoð og stytta á margan hátt meðan hann lifði, en Árný var alla tíð ógift. Árný tók að sér tvö önnur börn meðan hún bjó að Hverabökkum þá orðin 54 ára gömul, þegar móðir þeirra fluttist búferlum til Ameríku.

Árný var sextug þegar skólahaldinu lauk og hófst þá nýr kafli í lífi hennar. Henni hafði verið gefin 4000 fermetra lóð í Hveragerði nokkrum árum fyrr og árið 1951 hóf Árný að byggja sér myndarlegt hús sem fékk nafnið Þelar og flutti þangað inn árið 1966 og seldi þá skólahúsnæðið. Að Þelum kom hún fyrir 12 vefstólum, spunavélum og öðru sem til þurfti til vefnaðar. Auk þessa kenndi Árný að loknu skólahaldi sínu bæði við Hlíðardalsskóla og við gagnfræðaskólann í Hveragerði."
Heimilid: www.ferlir.is

Aðrar eignir sem við seljum má sjá hér.

Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, lgf, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
Elínborg María Ólafsdóttir, lgf, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.


Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
22/09/201713.000.000 kr.26.900.000 kr.99.5 m2270.351 kr.
01/04/201412.950.000 kr.10.500.000 kr.99.5 m2105.527 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Austurmörk 26 - 202
Opið hús:05. apríl kl 14:00-14:30
Austurmörk 26 - 202
810 Hveragerði
74.9 m2
Fjölbýlishús
413
773 þ.kr./m2
57.900.000 kr.
Skoða eignina Austurmörk 26 - 103
Opið hús:05. apríl kl 14:00-14:30
Austurmörk 26 - 103
810 Hveragerði
77.5 m2
Fjölbýlishús
413
773 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Skoða eignina Austurmörk 26
Opið hús:05. apríl kl 14:00-14:30
Skoða eignina Austurmörk 26
Austurmörk 26
810 Hveragerði
74.7 m2
Fjölbýlishús
413
802 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Skoða eignina Austurmörk 26 - 204
Opið hús:05. apríl kl 14:00-14:30
Austurmörk 26 - 204
810 Hveragerði
74.9 m2
Fjölbýlishús
413
768 þ.kr./m2
57.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin