Nýtt á skrá! Opið hús - Sunnusmári 11 (106) - þriðjudaginn 8. október klukkan 17:00 - 17:30.
Glæsileg fullbúin 4-5 herb. íbúð (3-4 svefnherbergi) með stæði í bílakjallara, stórri geymslu og verönd til suðvesturs!
Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynna til sölu afar glæsilega og vandaða 148,5 fermetra íbúð á 1. hæð (106) í fallegu nýju lyftuhúsi byggðu af ÞG Verk við Sunnusmára 11 í Kópavogi. Sérmerkt stæði í bílakjallara og rúmgóð 15,8 fermetra geymsla í kjallara. Lyfta gengur beint niður í geymslugang og bílakjallara. Verönd snýr til suðvesturs inn í bakgarð hússins.
Öll eldhústæki fylgja með íbúðinni s.s. innb. kæliskápur með frysti, innb. uppþvottavél, spansuðu helluborð, bakaraofn og eyjuháfur. Vandaðar innréttingar frá GKS eru í íbúðinni. Fallegt harðparket frá Agli Árnasyni er á gólfum og gardínur í öllum gluggum ásamt vönduðum ljósum frá Lúmex. Myndavéladyrasími er í íbúðinni og verið er að klára grunnkerfi fyrir rafhleðslustöðvar í bílakjallara.
Húsið, sem er byggt af ÞG Verk, er steinsteypt og útveggir einangraðir að utan, klætt álklæðningu sem tryggir lágmarks viðhald húsanna. Gluggar eru ál/tré kerfi og glerjaðir með K-gleri. Innveggir aðrir en steyptir eru úr hleðslusteini. Fallegur sameiginlegur garður til suðvesturs sem verður fullfrágenginn.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR:
Heimir F. Hallgrímsson í síma: 849-0672 / HEIMIR@FASTLIND.IS
Nánari lýsing:
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús með eyju í alrými með stofu/borðstofu og sjónvarpsstofu, 3-4 svefnherbergi (hægt að breyta einni stofunni í fjórða svefnherbergið), baðherbergi og þvottaherbergi/gestasnyrtingu. Útgengt á góða verönd til suðvesturs úr stofu. Sérgeymsla og sérstæði í bílakjallara.
Anddyri: Með fataskápum frá GKS.
Stofa: Með harðparketi á gólfi og opin við eldhús. Glugga til suðvesturs og útgengi á verönd.
Verönd: Til suðvesturs inn í skjólgóðan garð.
Eldhús: Með harðparketi á gólfi og eldhúsinnréttingu með eyju frá Nobilia (GKS) og öllum eldhústækjum (Blástursofn, spansuðuhelluborð, innbyggð uppþvottavél, innbyggður kæliskápur með frysti og eyjuháfur).
Sjónvarpsstofa: Með harðparketi á gólfi. Væri hægt að nýta sem borðstofu ef önnur stofan er nýtt sem svefnherbergi.
Borðstofa: Með harðparketi á gólfi og glugga til norðausturs.
Baðherbergi: Með fallegum flísum á gólfi og hluta veggja. Flísalögð sturta með glerþili. Innrétting við vask, speglaskápur, upphengt salerni, handklæðaofn og útloftun.
Þvottaherbergi/gestasnyrting: Með flísum á gólfi, innréttingu við vask, salerni og tengi fyrir þvottavél/þurrkara.
Svefnherbergi I: Með harðparketi á gólfi, glugga til norðausturs.
Svefnherbergi II: Með harðparketi á gólfi, skápum og glugga til suðvesturs.
Hjónaherbergi: Með harðparketi á gólfi, skápum og glugga til norðausturs.
Bílastæði: Er sérmerkt í bílakjallara. Möguleiki á rafhleðslustöð.
Geymsla: Er staðsett í geymslugangi og er 15,8 fermetrar að stærð.
Sunnusmári er nýtt hverfi miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu þar sem stutt er í alla þjónustu, verslanir, skóla og leikskóla. Sunnusmári er frábær kostur fyrir þá sem kjósa að búa í íbúðarhverfi þar sem öll helsta þjónusta er í næsta nágrenni.
Byggingaraðili er ÞG Verk sem eru með yfir 20 ára reynslu á byggingarmarkaði. Fyrirtækið leggur áherslu á vandaðar íbúðir, góða þjónustu og skil íbúða á réttum tíma. Áreiðanleiki, gæði og notagildi eru einkunnarorð ÞG verks og fyrirtækið kappkostar að eiga gott samstarf við viðskiptavini sína.
Innréttingar: Í eldhúsi og baðherbergi eru frá þýska framleiðandanum Nobilia (flutt inn af GKS) og fataskápar frá GKS smíðaverkstæði. Eldhúsinnrétting er með ljósri áferð. Fataskápar eru hvítir. Lýsing undir efri skápum í eldhúsum. Speglaskápar á baðherbergi.
Eldhústæki: Íbúðinni fylgja vönduð eldhústæki. Íbúðinni er skilað með span helluborði, innbyggðum kæliskáp, innbyggðri uppþvottavél, blástursofni og viftu eða lofthengdum eyjuháfi þar sem það á við.
Hreinlætistæki: Salernisskál er vegghengd með innbyggðum vatnskassa. Sturta er með flísalögðum botni og hertu sturtugleri. Þvottahús er í sér rými.
Aðalhönnuður: Er teiknistofan ARKIS ehf. Hanna verkfræðistofa ehf. sér um hönnun burðarvirkis, Teknis ehf. um hönnun lagna og Lumex um raflagnahönnun.