Fasteignasalan TORG kynnir: Opið hús fimmtudaginn 12.des kl.17:30-18:00.Falleg þakíbúð á tveimur hæðum við Kórsali 3, íbúðin er 145,3 fm og góðir möguleikar á að breyta skipulagi. Íbúðinni fylgir stæði í lokaðri bílageymslu.
Eignin skiptist í forstofuhol, 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi, eldhús, stofu, borðstofu og sjónvarpsstofu. Einstakt útsýni er úr íbúðinni.
Stutt er í skóla, leikskóla, sundlaug, verslanir og þjónustu. Allar nánari upplýsingar veitir Þóra Þrastardóttir Löggiltur fasteignasali í síma : 822-2225 eða á thora@fstorg.isSækja söluyfirlitNánari lýsing:
Neðri hæð: Forstofa. með góðum fataskápum og náttúruflísar á gólfi.
Eldhús er rúmgott og bjart, innrétting með miklu skápaplássi, flísar á milli skápa, eyja og borðkrókur, eldhús tengist stofu í opnu rými, parket á gólfi.
Stofa / borðstofa er björt með stórum gluggum og útsýni til suð-austurs, útgengi er á suð-austur svalir.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, innrétting með góðu skápaplássi, sturtuklefi og handklæðaofn.
Herbergi skipt í 2 herbergi (var áður hjónaherbergi en einfalt að breyta aftur), parket á gólfi.
Efri hæð: Gengið upp parketlagðan stiga upp á hæð..
Sjónvarpshol, tengir önnur rými á hæðinni, möguleiki er að opna undir súðina og setja þar skápa eða gera geymslurými, parket á gólfi.
Baðherbergi er mjög stórt, flísalagt er í hólf og gólf, baðkar með sturtuaðstöðu, hvít baðinrétting, tengi fyrir þvottavél og þurkara í góðri innréttingu.
Hjónaherbergi er bjart og rúmgott með góðum fataskápum, parket á gólfi.
Herbergi mjög stórt og rúmgott, fataskápur og parket á gólfi.
Geymsla er á jarðhæð með góðum hillum.
Bílageymsla með sér stæði og rafmagnstengi fyrir rafbíl.
Húsið lítur vel út og sameign snyrtileg.Lóð er fallega gróin og snjóbræðsla í bílaplani.
Einstaklega falleg og vel hönnuð íbúð með útsýni á vinsælum stað í Salahverfi.Allar nánari upplýsingar veitir Þóra Þrastardóttir Löggiltur fasteignasali í síma : 822-2225 eða á thora@fstorg.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.700,-
3. Lántökugjald lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 74.900,- með vsk.