Valborg fasteignasla kynnir í einkasölu Heiðmörk 28, 810 Hveragerði.
Um er að ræða snoturt einbýlishús miðsvæðis í Hveragerði.
Eignin er 152,8 m² að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands og skiptist í 115,5 m² hæð og 37 m² ris.
Húsið telur forstofu, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og rúmgott risloft en þar er þriðja svefnherbergið.
Lóðin er skráð 615 m² að stærð, grasi vaxin.
*** Áætlað fasteignamat 2026 er kr 89.800.000***
Sjá staðsetningu hér:
Upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861 6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.Nánari lýsing:Forstofa með flísum á gólfi. Fatahengi.
Miðjuhol sem tengir saman stofu, svefnherbergi, baðherbergi og eldhús. Parket á gólfi.
Eldhús er með hvítri innréttingu og góðu vinnuplássi, ofn, helluborð, gert ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp. Flísar á gólfi.
Stofa með parketi á gólfi. Gluggar á þrjá vegu. Gert er ráð fyrir útgönguhurð frá stofu í suðurgarð.
Svefnherbergin eru þrjú:Hjónaherbergi er inn af holi þar sem tvö af svefnherbergjum eru ásamt baðherbergi hússins. Hjónaherbergi er með glugga til vesturs. Parket á gólfi.
Barnaherbergi er með glugga til vesturs. Parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt. Þar er innrétting með handlaug, sturtuklefi og wc. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurkara á baðherbergi.
Stigi er frá holi upp á efri hæð. Þar er rúmgott sjónvarpssvæði með parketi á gólfi. Gott, lokað geymslupláss er undir súð.
Þriðja svefnherbergið er á efri hæð hússins. Parket á gólfi og gluggi til vesturs.
Lóðin er um 600 m². Möl er í plani.
Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, lgf, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
Elínborg María Ólafsdóttir, lgf, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.