Ævar Jóhanns löggiltur fasteignasali og Domusnova hafa fengið í einkasölu Rauðavað 17.91,3 fm íbúð á jarðhæð með sérinngangi.
Sér bílastæði í bílastæða kjallara.
Stór afgirtur pallur á sérafnota reit (um 33fm).
Nýtt parket á gólfum í alrými og herbergjum.
Flísalagt þvottahús innan íbúðar.
Geymslu breytt í auka svefnherbergi.
Smelltu hér til að fá sent söluyfirlit.Nánari upplýsingar veita:Ævar Örn Jóhannsson löggiltur fasteignasali / s.861 8827 / aevar@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Nánari lýsing íbúðar:
Gengið er inn um sérinngang í flísalagt
anddyri með góðu skápaplássi.
Svefnherbergi er sérstaklega stórt, bjart og rúmgott, með nýju parketi og góðu skápaplássi.
Geymsla innan íbúðar hefur verið notuð sem
barnaherbergi, rúmgott og með nýju parketi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Útbúið baðkari með sturtuhaus, nettri vaskinnréttingu með granít borðplötu og speglaskáp með lýsingu. Einnig handklæðaofni, upphengdu salerni og glugga með opnanlegu fagi.
Eldhúsið er opið inn í alrýmið með granít borðplötum á innréttingu. Flísalagt milli efri og neðri skápa. Bakaraofni og helluborði. Ísskápur og uppþvottavél innfelld í innréttingu.
Inn af eldhúsi er rúmgott
þvottahús með tengi fyrir þvottavél og þurrkara ásamt geymsluhillum og upphengisnúrum. Það er flísalagt með glugga með opnanlegu fagi. Ný hurð er inn í þvottahúsið.
Alrýmið er stórt og rúmar vel bjarta borðstofu og sjónvarpshol. Sólbekkir eru úr granít og rýmið er með nýju parketi. Útgengt er að
verönd úr stofu.
Stór sólpallur er á sérafnotareit.
Sérbílastæði fylgir í bílastæðakjallara.
Góð þvottaaðstæða fyrir bílana er innan bílastæðakjallarans.
Næg önnur stæði á bílaplani.
Snyrtileg, flísalögð sameiginleg hjóla- og vagnageymsa.
Sér geymslurými í sameigin.
Sorpgeymsla er einnig flísalögð og snyrtileg.
Frábær eign í vinsælu hverfi.
Hentar bæði vel fyrir þá sem eru að byrja að búa og þá sem vilja minnka við sig.
Stutt í útivistarparadís: Heiðmörk og Víðidalur. Elliðavatn, Rauðavatn og Rauðavatnsskógur.
Leikskóli og grunnskóli í göngufæri (4 mín).
Matvöruverslun og önnur þjónusta skammt undan.
Íbúðin var upprunalega hönnuð með hjólastólaaðgengi í huga og því allar hurðar breiðar og íbúðin sérstaklega vel skipulögð.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.