RE/MAX / Brynjar Ingólfsson kynnir: Vel staðsett og skipulögð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli við Naustabryggju. SKOÐAÐU EIGNINA Í 3D HÉR
- Íbúðin er björt með suðvestur svölum.
- Stæði í lokaðri bílageymslu fylgir.Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 87,3 fm, flatarmál íbúðarrýmis er 80,7 fm og flatarmál geymslu er 6,6 fm.
Íbúðin skiptist í anddyri, stofu, tvö herbergi, eldhús, baðherbergi og þvottahús.
Nánari lýsing.Anddyri parketlag með fataskáp, þaðan er gengið inn í stofu með útgengi á suðvestur svalir.
Eldhús með eikarinnréttingu er innaf stofu, marmaraflísar á borðplötu og milli efri og neðri skápa.
Flísalagt
þvottahús með innréttingu er innaf eldhúsi.
Tvö svefnherbergi með fataskápum. Parket á gólfi.
Baðherbergi er með góðri eikarinnréttingu um handlaug, baðkari með sturtuaðstöðu, flísar á gólfi og upp á veggi.
Íbúðin er virkilega vel skipulögð og vel um gengin.
Í sameign er
sameiginleg hjóla- og vagnageymsla ásamt
sérgeymslu íbúðar.
Stæði í lokaðri og upphitaðri bílageymslu í kjallara. Húsið er klætt að utan og viðhaldslítið.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir:
Brynjar Ingólfsson MSc, löggiltur fasteignasali í síma 666 8 999 / brynjar@remax.is