Fasteignasalan Valborg kynnir fallega og mjög góða 108,7 fm. 4ra herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi í vönduðu fjölbýlishúsi við Skipalón 5 miðsvæðis í Hafnarfirði. Stutt í skóla, leikskóla, verslun og aðra þjónustu. Húsið hefur hlotið viðurkenningu frá Hafnarfjarðarbæ fyrir fallegan bakgarð og aðkomu að húsinu sem er til fyrirmyndar.Nánari lýsing:
Stofa og borðstofa er með parketi á gólfi. Frá stofu er gengið út á afgirtan suðvestur timburpall. Hann er jafnframt sérafnotareitur íbúðarinnar og sérlegar rúmgóður miðað við fjölbýli eða rúmir 36 fm.
Eldhúsið er opið inn í stofu og með parketi á gólfi. Falleg innrétting úr eik með góðu skápaplássi. Nýlegur ofn í vinnuhæð.
Hjónaherbergið er með góðum fataskápum og parketi á gólfi.
Svefnherbergi 1 er með tvöföldum fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi 2 er annað rúmgott barnaherbergi við hlið hjónaherbergis. Parket á gólfi og fataskápur.
Baðherbergið er flísalagt bæði gólf og veggir. Baðkar er með sturtuaðstöðu og vegghengdu salerni. Á baði er einnig upphengd innrétting og handklæðaofn.
Þvottaherbergið er við hliðina á baðherberginu. Gert er ráð fyrir bæði þvottavél og þurrkara. Þvottahúsið er með flísalögðu gólfi og skolvaski.
Anddyri er opið og flísalagt með skápum. Búið er að fjarlægja vegg sem lokaði af anddyrið sem gerir það að verkum að eignin er bjartari og virkar stærri.
Geymsla á jarðhæð í sameign er 7 fm. Í sameign er einnig sameiginleg hjólageymsla og á bílastæðum eru hleðslustöðvar.
Um er að ræða bjarta 4. herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi á góðum stað í Hafnarfirði í nýlegu viðhaldsléttu húsi. Stutt í skóla, leikskóla, verslun og aðra þjónustu, útivistarsvæði og golfvöllinn Keili. Húsið hefur hlotið viðurkenningu frá Hafnarfjarðarbæ fyrir fallegan bakgarð og aðkomu að húsinu sem er til fyrirmyndar.Hafið samband og bókið skoðun.
Nánari upplýsingar veitir Þyrí Guðjónsdóttir, viðskiptafr. - löggiltur fasteignasali, í síma 891 9867, tölvupóstur thyri@valborgfs.is.
Aðalsteinn Steinþórsson viðskiptafræðingur - löggiltur fasteignasali, í síma 8965865, tölvupóstur alli@valborgfs.is.Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.