RE/MAX og Guðrún Lilja löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Einstaklega fallegt og vel skipulagt einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr og nýuppgerðri aukaíbúð í kjallara. Aðkoman að húsinu er mjög sjarmerandi, lóðin er stór og gróin um 831,0 fm. að stærð. Innkeyrsla fyrir framan bílskúr er með rými fyrir 4-6 bíla. Íbúðarými eignarinnar er skráð 224,6 fm. og bílskúr 28,8 fm. Samtals birt stærð eignarinnar samkvæmt Þjóðskrá Íslands 253,4 fm. Eignin er laus við kaupsamning.
Björt og falleg eign með mikla möguleika, á rólegum og fjölskylduvænum stað í Breiðholtinu. Stutt er í alla helstu þjónustu og verslanir, einnig eru fallegar gönguleiðir og útivistarsvæði í næsta nágrenni.
**BÓKIÐ EINKASKOÐUN** Nánari upplýsingar gefur Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231, gudrunlilja@remax.is
KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU EIGN Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR
FÁÐU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR
Aðal íbúðarými eignarinnar skiptist í hæð 77,8 fm. og ris 69,0 fm., samtals um 146,8 fm.Gengið er inn um aðalanddyri hússins inn í parketlagða
forstofu með fatahengi. Þar næst er
baðherbergi með salerni, sturtu og hvítri vaskinnréttingu með spegli. Þar er góður opnanlegur gluggi.
Úr forstofu er gengið inní parketlagt hol,
þvottahús er á vinstri hönd, með góðum vaski, stæði fyrir þvottavél og þurrkara. Úr þvottahúsi er hægt að ganga út í garð norðanmegin.
Eldhús er nokkuð rúmgott með fallegri viðarinnréttingu og flísum á milli skápa, helluborði og bökunarofni. Í eldhúsi eru stórir og bjartir gluggar.
Stofa og borðstofa er í björtu og opnu rými með útgengt út á
stóra og skjólgóða viðarverönd. Rýmið er mjög rúmgott og býður uppá
möguleika að útbúa auka herbergi.
Úr holi er gengið upp teppalagðan stiga upp á efri hæð. Gólfflötur þar er stærri en uppgefnir fm. þar sem hluti rýmis er undir súð.
Þrjú rúmgóð svefnherbergi eru á efri hæð, tvö teppalögð og það þriðja parketlagt með góðum fataskápum. Í flestum rýmum eru
súðageymslur en jafnframt er
háaloft, þurrt og með mjög góðu geymsluplássi.
Baðherbergi á efri hæð er með fallegri hvítri vaskinnréttingu og spegli, salerni og baðkari. Einnig er góður opnanlegur gluggi.
Góð
geymsla er jafnframt í rýminu á efri hæð og ýmsir möguleikar fyrir hendi að gera breytingar á skipulagi.
Auka íbúð í kjallara er 77,8 fm.Rýmið var endurnýjað vor 2024 og útbúin
aukaíbúð með sérinngangi. Mjög snyrtileg, nýmáluð og býður uppá ýmsa möguleika.
Forstofa er með flotað og lakkað gólf.
Eldhús er með fallegri hvítri innréttingu með góðu skápaplássi, helluborði og bökunarofni. Eyja er færanleg. Harðparket er á gólfum.
Stofa er parketlögð með stórum gólfsíðum gluggum sem hleypa mikilli birtu inn í rýmið. Stofan er mjög rúmgóð og
einfalt væri að útbúa auka herbergi. Úr stofu er jafnframt
útgengt út á skjólgóða timburverönd. Eitt svefnherbergi, parketlagt og mjög rúmgott.
Salerni er
með hvítri vaskinnréttingu, með flotað og lakkað gólf.
Inntaksrými fyrir húsið er við hlið salernis,
með sturtu.
Bílskúr er samtals 28,8 fm. með vatni og rafmagni. Þar er einnig staðsett ruslageymsla og annað geymslurými. Bílskúr þarfnast endurbóta en gefur mikla möguleika t.d. að stækka/gera auka íbúð.
Endurbætur og viðhald síðustu ára:Þak er upprunalegt en hefur fengið gott viðhald, hefur verið yfirfarið og málað síðustu ár. Frárennsli/skólp út í götu var skoðað og hreinsað, talið í lagi. Ofnar voru yfirfarnir 2019-2020 og taldir í lagi, sett nýtt Danfoss stýrikerfi á ofna. Viðarverönd var byggð við húsið um 2010 og hurð úr stofu endurnýjuð á sama tíma. Útihurð í þvottahúsi er nýleg. Búið er að gefa leyfi til að byggja kvisti.
Fasteignamat eignarinnar 2025 er kr.114.000.000,-Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.