Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 6 herb. raðhús að Hraunbæ 75 í Reykjavík. Frábær fjölskyldueign á eftirsóttum stað. Snyrtileg aðkoma er að húsinu um sameiginlegan garð milli bílskúrs og íbúðarhúss. Einnig er sér afgirtur garður aftan við hús til suðurs. Göngufæri er í sundlaug, íþróttasvæði, leik- og grunnskóla, kirkju og verslanir. Einnig eru góðir hjóla- og göngustígar niður í Elliðaárdal.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is
Eignin skiptist í forstofu, gestasalerni, hol, borðstofu, stofu, eldhús, þvottahús, baðherbergi, fjögur svefnherbergi, geymslur og bílskúr með gryfju. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 169 m2. Íbúðarrými 147,9 m2 og bílskúr 21,1 m2.**HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI. KÍKTU Í HEIMSÓKN ! Söluyfirlit má nálgast hérNánari lýsing:Forstofa er inn af hellulagðri stétt með snjóbræðslu. Innan íbúðar er flísalögð forstofa og inn af henni gestasalerni. Rafmagnstafla íbúðar er í forstofu.
Gestasalerni er flísalagt í hólf og gólf. Salerni, skúffueining undir handlaug og veggfestur spegill og ljós. Ljósar gólfflísar eins og í forstofu.
Hol inn af forstofu tengir flest rýmin. Útgengi er út í garð. Ljósar gólfflísar.
Stofa og borðstofa er í opnu rými. Gluggar vísa út í garð til vesturs. Falleg panelklæðning í lofti harmonerar vel við Tekk glugga. Parket á gólfi.
Eldhús var endurnýjað árið 2023. Ljósar gólfflísar flæða einnig inn í þvottahús/búr. Hvít innrétting frá Ikea og ljós borðplata. Milli efri og neðri skápa eru fallegar bláar sex-hyrndar flísar. Hvítur háfur yfir helluborði, tveir ofnar og innbyggð uppþvottavél. Tæki voru einnig endurnýjuð árið 2023.
Þvottahús/búr er inn af eldhúsi og er hægt að ganga þaðan út í garð að framanverðu. Þvottahús var endurnýjað 2024 og var vaski bætt við og útikrana á útvegg. Innrétting er eins og í eldhúsi og þar er stæði fyrir ísskáp, frysti og þvottavél. Lagnagrind íbúðar er inni í þvottahúsi.
Herbergi I er inn af forstofu og snýr gluggi út í garð að framanverðu. Hvítur skápur. Eikarparket á gólfi svefnherbergja og gangs.
Herbergi II er inni á svefnherbergisgangi. Parket á gólfi.
Herbergi III er inni á svefnherbergisgangi. Parket á gólfi.
Herbergi IV er stærst herbergjanna og er með hvítum fataskápum. Öll þessi herbergi snúa út í garð til suðurs. Parket á gólfi herbergis. Inn af herbergi er geymsla, sem hægt væri að útbúa sem
fataherbergi því nægt geymslurými er annarstaðar í húsinu og bílskúr. Á þessu rými er opnanlegt fag.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með hvítum og ljósbrúnum flísum. Hvít innrétting undir handlaug, svört borðplata og veggfestir skápar á tveimur veggjum. Þreplaus sturta, upphengt salerni og hvítur handklæðaofn. Affall af ofni liggur í gólfinu.
Geymsla skv. teikningu er inn af hjónaherbergi. Málað gólf. Einnig er geymslurými undir hluta af íbúðarrými sem og undir öllum bílskúrnum.
Kjallari er undir hluta af íbúðarrými, þ.e. undir geymslu/fataherbergi, baðherbergi og forstofuherbergi. Rýmið er frostfrítt og nýtist sem geymsla og vinnuaðstaða.
Bílskúr er á enda í fjögurra bílskúra lengju. Bílastæði eru framan við bílskúr. Einnig eru tvö önnur bílastæði við gatnamótin inn í götuna. Undir öllum bílskúrnum er gryfja sem hægt er að fara niður í um tröppur við útgöngudyr. Útgöngudyr eru í suðurenda bílskúrs og bílskúrshurð er í norðurenda bílskúrs. Sjálfvirkur bílskúrshurðaopnari.
Garður er afgirtur aftan við hús til suðurs. Hlið er á skjólgirðingu. Viðarverönd að hluta og grassvæði að stórum hluta. Barnvænn garður þar sem sólar nýtur við frá morgni til kvölds. Framan við hús er hellulögð stétt með snjóbræðslu. Sameiginlegur garður og steyptar stéttar eru milli bílskúra og húsa.
Endurbætur: Núverandi eigandi endurnýjaði allar rúður í stofu 2024 og í forstofu, herbergjum og holi sunnanmegin í húsinu 2021. Nýir ofnar í bílskúr 2024 og uppgert þvottahús/búr sama ár. Innrétting, tæki og flísar endurnýjað í eldhúsi 2023 og hellulögn framan við hús einnig frá 2023. Framhlið húss er nýmáluð.
Fyrri eigandi málaði allt húsið og bílskúr árið 2019. Endurnýjaði hitalagnir 2017 og lagði nýtt eikarparket á gang og svefnherbergi sama ár. Baðherbergi var einnig endurnýjað af fyrri eiganda árið 2007.
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-